Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2024 23:17 Ásthildur Lóa ræddi efnahagsástandið og fyrirhuguð mótmæli í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira