Viðskipti innlent

Ey­rún og Þor­gils til SI

Atli Ísleifsson skrifar
Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason.
Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason. SI

Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau hafi verið ráðin viðskiptastjórar á mannvirkjasviði SI og hafa þegar hafið störf. Þau munu hafa umsjón með margþættum verkefnum á sviði mannvirkjaiðnaðar.

„Eyrún Arnarsdóttir er með MA og BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og CIPP/E fagvottun á sviði persónuverndar frá International Association of Privacy Professionals. Eyrún starfaði hjá SI á árabilinu 2016-2022 sem lögfræðingur og viðskiptastjóri. Síðustu ár starfaði hún sem sérfræðingur í regluvörslu hjá Arion banka og sérfræðingur í innkaupum hjá Landsvirkjun.

Þorgils er með MSc gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BSc gráðu í ferðamála- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Áður en Þorgils kom til Samtaka iðnaðarins starfaði hann sem sölustjóri hjá Danica sjávarafurðum frá árinu 2016 og þar áður var hann sölu- og markaðsstjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×