Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 10:44 Caroline, Florian og David, börn Dominique og Gisele, segjast vilja heyra föður þeirra útskýra mál sitt. Því vilja þau að réttarhöldunum verði frestað ef hann hafi ekki heilsu til að bera vitni. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, átti að bera vitni í dag í réttarhöldunum gegn honum og fimmtíu öðrum mönnum í dag. Það gekk hins vegar ekki eftir, vegna veikinda Pelicots, og verður réttarhöldunum mögulega frestað þar til hann hefur náð sér. Þegar réttarhöldin hófust í Avignon í Frakklandi í morgun sagði Roger Arata, dómari málsins, að sýni hefðu verið tekin úr Pelicot en niðurstöður lægju ekki fyrir. Hann sagðist vera að íhuga að fresta réttarhöldunum í nokkra daga svo Pelicot gæti náð heilsu á ný. Samkvæmt frétt Le Parisien gæti dómarinn tekið ákvörðun um frestun seinna í dag. Pelicot var einungis í tvær mínútur í dómsal í gær á meðan Beatrice Zavarro, lögmaður hans, tilkynnti að hann væri með magakveisu og mögulega sýkingu í þvagfærum. Hann var því ekki í salnum þegar ýmsir sérfræðingar báru vitni í málinu og ræddu þeir þann mann sem Pelicot hefur að geyma og möguleg geðræn vandamál hans. Beatrice Zavarro, lögmaður Dominique Pelicot.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Gisele Pelicot, konan sem brotið var á, styður frestun réttarhaldanna ef Pelicot getur ekki setið í dómsal. Lögmaður hennar segir að hvorki hún né börn þeirra vilji bera vitni án þess að hann sé í salnum. Þá vilja þau einnig heyra hvað hann hefur um ásakanirnar gegn honum að segja. Siðblindur og raðlygari Einn sérfræðinganna sem bar vitni í gær, Dr. Paul Bensussan, sálfræðingur, sagði Pelicot siðblindan og varaði við því að líklega væri lítið mark á yfirlýsingum hans. Hann væri raðlygari og byggi ekki yfir vott af einlægni. Annar sagði Pelicot líta á aðrar manneskjur sem hluti sem hann mætti leika sér að og sagði einni að lítið væri að marka hann vegna ítrekaðra lyga. Hann sagði Pelicot eingöngu segja sannleikann ef hann hefði engra annarra kosta völ. Til marks um það má benda á að Pelicot er einnig sakaður um að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999. Við yfirheyrslur neitaði hann ítrekað að hafa komið að því máli en játaði seinna meir eftir að greining lífsýna bendlaði hann með beinum hætti við árásina. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun og morð á 23 ára konu árið 1991 en Pelicot neitar því að hafa framið morðið. Sjá einnig: Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Þrátt fyrir að honum hafi verið lýst sem siðblindum raðlygara hefur Pelicot tekist að leyna þeirri hlið fyrir fjölskyldu sinni og flestum nágrönnum í áratugi. Gisele sagði í dósmal að hún hefði aldrei heyrt hann tala illa um konur eða jafnvel blóta. Þau höfðu verið gift frá 1973. Áðurnefndir sérfræðingar sögðu Pelicot í raun hafa klofinn persónuleika. Hann hefði skipt sér í tvennt og sýnt umheiminum þá hlið sem hann vildi sýna, samkvæmt frétt Le Monde. Brutu á Gisele yfir áratug Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þegar réttarhöldin hófust í Avignon í Frakklandi í morgun sagði Roger Arata, dómari málsins, að sýni hefðu verið tekin úr Pelicot en niðurstöður lægju ekki fyrir. Hann sagðist vera að íhuga að fresta réttarhöldunum í nokkra daga svo Pelicot gæti náð heilsu á ný. Samkvæmt frétt Le Parisien gæti dómarinn tekið ákvörðun um frestun seinna í dag. Pelicot var einungis í tvær mínútur í dómsal í gær á meðan Beatrice Zavarro, lögmaður hans, tilkynnti að hann væri með magakveisu og mögulega sýkingu í þvagfærum. Hann var því ekki í salnum þegar ýmsir sérfræðingar báru vitni í málinu og ræddu þeir þann mann sem Pelicot hefur að geyma og möguleg geðræn vandamál hans. Beatrice Zavarro, lögmaður Dominique Pelicot.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Gisele Pelicot, konan sem brotið var á, styður frestun réttarhaldanna ef Pelicot getur ekki setið í dómsal. Lögmaður hennar segir að hvorki hún né börn þeirra vilji bera vitni án þess að hann sé í salnum. Þá vilja þau einnig heyra hvað hann hefur um ásakanirnar gegn honum að segja. Siðblindur og raðlygari Einn sérfræðinganna sem bar vitni í gær, Dr. Paul Bensussan, sálfræðingur, sagði Pelicot siðblindan og varaði við því að líklega væri lítið mark á yfirlýsingum hans. Hann væri raðlygari og byggi ekki yfir vott af einlægni. Annar sagði Pelicot líta á aðrar manneskjur sem hluti sem hann mætti leika sér að og sagði einni að lítið væri að marka hann vegna ítrekaðra lyga. Hann sagði Pelicot eingöngu segja sannleikann ef hann hefði engra annarra kosta völ. Til marks um það má benda á að Pelicot er einnig sakaður um að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999. Við yfirheyrslur neitaði hann ítrekað að hafa komið að því máli en játaði seinna meir eftir að greining lífsýna bendlaði hann með beinum hætti við árásina. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun og morð á 23 ára konu árið 1991 en Pelicot neitar því að hafa framið morðið. Sjá einnig: Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Þrátt fyrir að honum hafi verið lýst sem siðblindum raðlygara hefur Pelicot tekist að leyna þeirri hlið fyrir fjölskyldu sinni og flestum nágrönnum í áratugi. Gisele sagði í dósmal að hún hefði aldrei heyrt hann tala illa um konur eða jafnvel blóta. Þau höfðu verið gift frá 1973. Áðurnefndir sérfræðingar sögðu Pelicot í raun hafa klofinn persónuleika. Hann hefði skipt sér í tvennt og sýnt umheiminum þá hlið sem hann vildi sýna, samkvæmt frétt Le Monde. Brutu á Gisele yfir áratug Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira