Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 10:50 Árni H. Árnason er liðsmaður sveitarinnar The Vaccines. Iceland Music Árni Hjörvar Árnason hefur verið ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar. Í tilkynningu segir að Árni sé meðlimur hljómsveitarinnar The Vaccines sem hafi selt milljónir platna, sankað að sér hinum ýmsu verðlaunum og komið fram á hundruðum tónleika frá stofnun hennar í London árið 2010. „Samhliða tónlistarferlinum hefur Árni starfað við upptökustjórn ásamt því að sinna tónlistarblaðamennsku í hjáverkum. Undanfarin ár hefur hann einnig tekið að sér ráðgjöf, verkefnastjórnun og almannatengslastörf fyrir hönd Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Íslandsstofu. Starfshópur Tónlistarmiðstöðvar telur marga af helstu sérfræðingum landsins á sviði tónlistariðnaðar. Auk Árna Hjörvars, hafa þau Finnur Karlsson og Anna Rut Bjarnadóttir nýlega bæst í hóp starfsfólks miðstöðvarinnar. Finnur var í maí ráðinn verkefnastjóri tónverkasafns. Hann er með MMus og viðbótardiplóma í tónsmíðum frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið sem tónskáld, kirkjutónlistarmaður og tónlistarkennari, og hafa verk hans verið flutt af fjölmörgum hópum og hljómsveitum á borð við Cauda Collective, Dönsku útvarpshljómsveitinni, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Anna Rut hefur tekið við stöðu verkefnastjóra. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá King’s College í London og hefur leitt fjöldan allan af fjölbreyttum verkefnum fyrir tónlistarhátíðir og stofnanir, svo sem Iceland Airwaves, Listahátíð í Reykjavík, ÚTÓN og Tónlistarborgina Reykjavík ásamt því að vinna kynningarstarf fyrir tónlistarfólk og útgáfufyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. María Rut Reynisdóttir er framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar. Sérfræðingar Tónlistarmiðstöðvar eru Sigtryggur Baldursson og Signý Leifsdóttir sem voru framkvæmdastjórar forvera Tónlistarmiðstöðvar, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Tónverkamiðstöðvar, auk Leifs Björnssonar sem áður starfaði hjá ÚTÓN. Vistaskipti Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í tilkynningu segir að Árni sé meðlimur hljómsveitarinnar The Vaccines sem hafi selt milljónir platna, sankað að sér hinum ýmsu verðlaunum og komið fram á hundruðum tónleika frá stofnun hennar í London árið 2010. „Samhliða tónlistarferlinum hefur Árni starfað við upptökustjórn ásamt því að sinna tónlistarblaðamennsku í hjáverkum. Undanfarin ár hefur hann einnig tekið að sér ráðgjöf, verkefnastjórnun og almannatengslastörf fyrir hönd Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Íslandsstofu. Starfshópur Tónlistarmiðstöðvar telur marga af helstu sérfræðingum landsins á sviði tónlistariðnaðar. Auk Árna Hjörvars, hafa þau Finnur Karlsson og Anna Rut Bjarnadóttir nýlega bæst í hóp starfsfólks miðstöðvarinnar. Finnur var í maí ráðinn verkefnastjóri tónverkasafns. Hann er með MMus og viðbótardiplóma í tónsmíðum frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið sem tónskáld, kirkjutónlistarmaður og tónlistarkennari, og hafa verk hans verið flutt af fjölmörgum hópum og hljómsveitum á borð við Cauda Collective, Dönsku útvarpshljómsveitinni, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Anna Rut hefur tekið við stöðu verkefnastjóra. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá King’s College í London og hefur leitt fjöldan allan af fjölbreyttum verkefnum fyrir tónlistarhátíðir og stofnanir, svo sem Iceland Airwaves, Listahátíð í Reykjavík, ÚTÓN og Tónlistarborgina Reykjavík ásamt því að vinna kynningarstarf fyrir tónlistarfólk og útgáfufyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. María Rut Reynisdóttir er framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar. Sérfræðingar Tónlistarmiðstöðvar eru Sigtryggur Baldursson og Signý Leifsdóttir sem voru framkvæmdastjórar forvera Tónlistarmiðstöðvar, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Tónverkamiðstöðvar, auk Leifs Björnssonar sem áður starfaði hjá ÚTÓN.
Vistaskipti Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira