Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. september 2024 11:33 Helga Jóhannsdóttir er mikill fagurkeri með flottan stíl. Aðsend Tískuáhugakonan og fagurkerinn Helga Jóhannsdóttir er búsett á Snæfellsnesi og er með stórglæsilegan stíl, bæði þegar það kemur að klæðaburði og heimili. Helga á tvö börn og segist aðeins hafa týnt persónulega stílnum sínum eftir barneignir sem hún hefur hægt og rólega verið að endurheimta á síðustu árum. Hún leggur upp úr því að versla íslenska hönnun og er hrifin af einstökum flíkum en Helga er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Helga er mikil tískudama og er viðmælandi í Tískutali.Aðsend Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by helga (@helgajohanns) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er síbreytileg og lífgar upp á lífið og tilveruna. Það eru engin boð og bönn og mér finnst svo gaman þegar fólk er samkvæmt sjálfum sér í stíl óháð hvað er í tísku hverju sinni. Helga elskar hvernig tískan lífgar upp á tilveruna.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á svo margar uppáhalds flíkur. Gamall leðurjakki sem tengdamóðir mín keypti á Ítalíu fyrir mörgum árum er ofarlega á listanum en svo get ég líka nefnt Frankie Shop blazerinn minn, finnst ég alltaf geta gripið í hann. Bari-settið mitt er líka algjört uppáhalds og fer ég undantekningarlaust í það um leið og ég kem heim úr vinnu. Nýjasta flíkin í skápnum er svo brún Teddy kápa úr Fou22 og trónir hún mjög ofarlega á listanum núna. Handklæða kósísettið frá Bari er í miklu uppáhaldi hjá Helgu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir tilefni. Dags daglega þá yfirleitt hendi ég mér bara í eitthvað sem ég er í stuði fyrir þann daginn. Svo reyni ég líka að klæða mig eftir veðri. Fyrir ákveðin tilefni á ég það svo alveg til að ofhugsa fatavalið og eyði mjög miklum tíma í að pæla og spekúlera í hverju ég vil vera. Helga reynir að klæða sig eftir veðrinu.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að hann væri afslappaður og frekar minimalískur. Síðustu ár hef ég reynt að kaupa færri flíkur sem hafa mikið notagildi. Mitt go-to dress myndi ég segja að væru góðar víðar gallabuxur eða suit buxur, þægilegur stuttermabolur og næs strigaskór. Ég á mér nokkrar uppáhalds búðir hér á Íslandi sem selja vandaðar og góðar flíkur sem endurspegla minn stíl og er ég því mjög dugleg að versla hér á Íslandi og styðja við íslenska verslun. Helga lýsir stílnum sínum sem almennt afslöppuðum og mínímalískum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já algjörlega. Ég hef farið allan hringinn. Ég æfði listskauta þegar ég var ung og var því í íþróttafötum flesta daga alla grunnskólagönguna. Ég myndi segja að tískuáhuginn hafi svo byrjað í menntaskóla og hef ég tekið allskonar misgóð tímabil. Helga hefur tekið ýmis tískutímabil en tískuáhuginn kviknaði á menntaskólaárunum.Aðsend Eftir að ég eignaðist börnin mín fannst mér ég svo smá hafa tapað stílnum mínum, ég átti einhvern veginn erfitt með að átta mig á hvað ég fílaði, sem er mjög ólíkt mér. Ég hef því hægt og rólega verið að finna stílinn minn aftur síðustu tvö árin. Helga hefur hægt og rólega verið að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já algjörlega. Elska að vera búin að finna mér næs outfit sem mér líður vel í og kíkja út! Helga nýtur þess að klæða sig upp eins og hér fyrir brúðkaup í Flórens.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Alls staðar að. Elska að setjast niður í stórborg og „people-watcha“ eða fylgjast með fólki. Ég er einmitt á leið til Parísar í haust og get ekki beðið eftir að drekka í mig innblástur frá fólkinu þar. Svo er svo mikið að flottum konum hérna heima sem og í Skandinavíu sem eru duglegar að setja á Instagram og fæ ég klárlega innblástur frá þeim. Einnig á ég einstaklega smekklegar vinkonur. Helga elskar að fá tískuinnblástur frá götustíl erlendis.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei myndi ekki segja það. Eina sem mér dettur í hug er að ég klæði mig alls ekki í óþægileg föt, sama hve flott þau eru. Mér verður að líða vel í flíkunum. Helga segir lykilatriði að líða vel í flíkunum og klæðir sig ekki í óþægileg föt.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Bleikur leðurjakki sem vinkona mín keypti á markaði í Flórens. Ég varð ástfangin af honum þegar ég sá hann hjá henni og fékk að pakka honum með til London þegar ég skrapp í helgarferð þangað. Hann var svo ótrúlega cute. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vera samkvæmur sjálfum sér í stað þess að elta trend, vera meðvituð um notagildið sem flíkin hefur upp á að bjóða áður en hún er keypt. Svo auðvitað velja gæðameiri flíkur fram yfir magn. Kaupa minna og vanda valið betur. Helga ásamt börnunum sínum.Aðsend Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hún leggur upp úr því að versla íslenska hönnun og er hrifin af einstökum flíkum en Helga er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Helga er mikil tískudama og er viðmælandi í Tískutali.Aðsend Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by helga (@helgajohanns) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er síbreytileg og lífgar upp á lífið og tilveruna. Það eru engin boð og bönn og mér finnst svo gaman þegar fólk er samkvæmt sjálfum sér í stíl óháð hvað er í tísku hverju sinni. Helga elskar hvernig tískan lífgar upp á tilveruna.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á svo margar uppáhalds flíkur. Gamall leðurjakki sem tengdamóðir mín keypti á Ítalíu fyrir mörgum árum er ofarlega á listanum en svo get ég líka nefnt Frankie Shop blazerinn minn, finnst ég alltaf geta gripið í hann. Bari-settið mitt er líka algjört uppáhalds og fer ég undantekningarlaust í það um leið og ég kem heim úr vinnu. Nýjasta flíkin í skápnum er svo brún Teddy kápa úr Fou22 og trónir hún mjög ofarlega á listanum núna. Handklæða kósísettið frá Bari er í miklu uppáhaldi hjá Helgu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir tilefni. Dags daglega þá yfirleitt hendi ég mér bara í eitthvað sem ég er í stuði fyrir þann daginn. Svo reyni ég líka að klæða mig eftir veðri. Fyrir ákveðin tilefni á ég það svo alveg til að ofhugsa fatavalið og eyði mjög miklum tíma í að pæla og spekúlera í hverju ég vil vera. Helga reynir að klæða sig eftir veðrinu.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að hann væri afslappaður og frekar minimalískur. Síðustu ár hef ég reynt að kaupa færri flíkur sem hafa mikið notagildi. Mitt go-to dress myndi ég segja að væru góðar víðar gallabuxur eða suit buxur, þægilegur stuttermabolur og næs strigaskór. Ég á mér nokkrar uppáhalds búðir hér á Íslandi sem selja vandaðar og góðar flíkur sem endurspegla minn stíl og er ég því mjög dugleg að versla hér á Íslandi og styðja við íslenska verslun. Helga lýsir stílnum sínum sem almennt afslöppuðum og mínímalískum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já algjörlega. Ég hef farið allan hringinn. Ég æfði listskauta þegar ég var ung og var því í íþróttafötum flesta daga alla grunnskólagönguna. Ég myndi segja að tískuáhuginn hafi svo byrjað í menntaskóla og hef ég tekið allskonar misgóð tímabil. Helga hefur tekið ýmis tískutímabil en tískuáhuginn kviknaði á menntaskólaárunum.Aðsend Eftir að ég eignaðist börnin mín fannst mér ég svo smá hafa tapað stílnum mínum, ég átti einhvern veginn erfitt með að átta mig á hvað ég fílaði, sem er mjög ólíkt mér. Ég hef því hægt og rólega verið að finna stílinn minn aftur síðustu tvö árin. Helga hefur hægt og rólega verið að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já algjörlega. Elska að vera búin að finna mér næs outfit sem mér líður vel í og kíkja út! Helga nýtur þess að klæða sig upp eins og hér fyrir brúðkaup í Flórens.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Alls staðar að. Elska að setjast niður í stórborg og „people-watcha“ eða fylgjast með fólki. Ég er einmitt á leið til Parísar í haust og get ekki beðið eftir að drekka í mig innblástur frá fólkinu þar. Svo er svo mikið að flottum konum hérna heima sem og í Skandinavíu sem eru duglegar að setja á Instagram og fæ ég klárlega innblástur frá þeim. Einnig á ég einstaklega smekklegar vinkonur. Helga elskar að fá tískuinnblástur frá götustíl erlendis.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei myndi ekki segja það. Eina sem mér dettur í hug er að ég klæði mig alls ekki í óþægileg föt, sama hve flott þau eru. Mér verður að líða vel í flíkunum. Helga segir lykilatriði að líða vel í flíkunum og klæðir sig ekki í óþægileg föt.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Bleikur leðurjakki sem vinkona mín keypti á markaði í Flórens. Ég varð ástfangin af honum þegar ég sá hann hjá henni og fékk að pakka honum með til London þegar ég skrapp í helgarferð þangað. Hann var svo ótrúlega cute. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vera samkvæmur sjálfum sér í stað þess að elta trend, vera meðvituð um notagildið sem flíkin hefur upp á að bjóða áður en hún er keypt. Svo auðvitað velja gæðameiri flíkur fram yfir magn. Kaupa minna og vanda valið betur. Helga ásamt börnunum sínum.Aðsend
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira