Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2024 04:13 Donald Trump og Kamala Harris á sviðið í Fíladelfíu í nótt. AP/Alex Brandon) Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. Trump sjálfur gerði nokkuð ljóst að hann vildi að hann væri enn í framboði gegn Joe Biden. Hann gagnrýndi forsetann ítrekað eins og svo væri og reyndi einnig að tengja Harris við stefnumál Bidens, enda er hún varaforseti hans. Á meðan á kappræðunum stóð og í kjölfar þeirra voru bandamenn Trumps harðorðir í garð stjórnenda kappræðanna, sem leiðréttu ósannindi Trumps þó nokkrum sinnum. Í aðdraganda kappræðanna hafði verið gefið út að það yrði ekki gert. Trump gagnrýndi stjórnendurna harðlega þegar hann ræddi við blaðamenn eftir kappræðurnar. Þrátt fyrir það sagði Trump að hann hefði aldrei staðið sig betur í kappræðum og lýsti yfir sigri. Meðal þess sem stjórnendurnir leiðréttu voru ummæli Trumps um að Demókratar væru að myrða ungabörn víða um Bandaríkin og kalla það þungunarrof og að hælisleitendur frá Haítí væru að éta gæludýr fólks í Ohio. Hvorugt á við rök að styðjast. Sjá einnig: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Trump er sagður hafa undirbúið sig meira fyrir þessar kappræður en hinar sex sem hann hefur tekið þátt í í aðdraganda forsetakosninga. Þá hafði honum verið ráðlagt að halda sig við málefnin og forðast persónulegar árásir. Harris vildi á hinn bóginn koma Trump úr jafnvægi. Það heppnaðist og varð Trump reiðari þegar leið á kappræðurnar. Fyrir kappræðurnar hafa kannanir sýnt að Trump og Harris eru hnífjöfn, bæði á landsvísu og í þeim sjö ríkjum sem skipta hvað mestu máli. Það var því mögulega til mikils að vinna í þessum kappræðum, sem verða mögulega þær einu milli Harris og Trumps. Framboð Harris hefur þegar farið fram á það við framboð Trumps að haldnar verði aðrar kappræður, í kjölfar kappræðna þeirra JD Vance og Tim Walz, varaforsetaefna, þann 1. október. Samkvæmt frétt Washington Post er óljóst hvort Trump sé tilbúinn í aðrar kappræður. Sjálfur sagði Trump eftir kappræðurnar að Harris vildi aðrar kappræður því hann hefði sigrað hana með afgerandi hætti. Þá sagðist hann ekki viss um hvort hann vildi aðrar kappræður. Harris kom á óvart með handabandi Harris kom blaðamönnum vestanhafs strax á óvart þegar hún gekk að Trump við upphafi kappræðanna og tók í höndina á honum. Trump tók síðast í höndina á mótframbjóðanda sínum árið 2016, sem var Hillary Clinton. Bandamenn Trumps höfðu lagt til að hann gæti tekið í höndina á henni til að koma henni á óvart og úr jafnvægi. Þess vegna kom það fólki á óvart þegar Harris gekk að Trump og tók í höndina á honum. Þetta var í fyrsta sinn sem þau hittust. Our @ABC political panel weighs in on the moment that Vice Pres. Kamala Harris and former Pres. Donald Trump shook hands during the start of the #ABCdebate:"She walked over to him and sought him out." pic.twitter.com/3t14dmOMWZ— ABC News Live (@ABCNewsLive) September 11, 2024 Farið var um víðan völl í kappræðunum og beindu stjórnendur mörgum spurningum að frambjóðendunum. Harris stýrði kappræðunum að miklu leyti með því að blanda árásum á Trump inn í svör sín við spurningunum. Með þeim lagði hún beitu fyrir Trump, sem hann féll ítrekað fyrir. Til marks um það má benda á að þegar kom að málefnum innflytjenda og hælisleitenda varði Trump fyrst hluta af svari sínu í að halda því fram að kosningafundir hans væru þeir stærstu í sögu Bandaríkjanna. Trump sneri svörum sínum ítrekað að innflytjendum og talaði ítrekað um þá með mjög niðrandi hætti. Meðal annars hélt hann því fram að önnur ríki væru að senda glæpamenn og fólk með geðræn vandamál til Bandaríkjanna. Þá varði Trump miklum tíma í kappræðunum í að tengja Harris við Joe Biden og halda því fram að hún bæri jafna ábyrgð á ríkisstjórn hans. „Hún er Biden,“ sagði Trump nokkrum sinnum og sakaði hann þau tvö meðal annars um að hafa eyðilagt Bandaríkin. Lygar um gæludýraát hælisleitenda Trump staðhæfði í kappræðunum að innflytjendur væru að éta gæludýr fólks. Þar var hann að vísa til umræðu meðal stuðningsmanna hans og bandamanna um að innflytjendur frá Haítí hefðu étið gæludýr fólks í bænum Springfield í Ohio. Þetta er í stuttu máli sagt þvæla. Yfirvöld í bænum, embættismenn og lögregla, segja ekkert til í þessu. Það vakti einnig athygli þegar Trump var spurður út í ummæli sín um uppruna Harris, sem rekur uppruna sinn til bæði Indlands og Jamaíka, en Trump gaf í skyn að síðasta mánuði að Harris hefði allt í einu hætt að vera indversk og væri nú þeldökk. „Mér er alveg sama hvað hún er, þú gerir mikið úr einhverju en mér gæti ekki verið meira sama,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa lesið að Harris væri hætt að vera þeldökk. Við það benti Harris á að Trump hefði mismunað þeldökkum leigjendum í eignum sínum, kallað eftir því að ungmenni sem voru ranglega handtekin í New York á áttunda áratug síðustu aldar yrðu tekin af lífi og að Trump hefði ítrekað haldið því fram að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. „Ég held að bandaríska þjóðin vilji betra en þetta,“ sagði Harris. Þungunarrof fyrirferðarmikið Ef marka má kannanir vestanhafs er málefni þungunarrofa það næst mikilvægasta í Bandaríkjunum um þessar mundir, ef eftir efnahagsmálum. Mikill tími fór í að ræða það málefni og gagnrýndi Harris Trump harðlega þar sem dómarar sem hann skipaði í Hæstarétt Bandaríkjanna hjálpuðu við að fella stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. „Ríkisstjórnin, og sérstaklega Donald Trump, á ekki að segja konu hvað hún getur gert við líkama sinn,“ sagði Harris. Þá sagði hún að bönn margra ríkja á þungunarrofi hefðu ógnað heilsu fjölda kvenna. Trump sagðist hafa veitt ríkjum Bandaríkjanna réttinn til að taka ákvarðanir um þungunarrof og sagðist stoltur af því. Þá hélt hann því einnig fram að Demókratar væru hlynntir því að taka nýfædd börn af lífi og kalla það þungunarrof. Eins og áður hefur komið fram er það ekki rétt og var það leiðrétt af stjórnendum kappræðanna. Former Pres. Trump and Vice Pres. Harris both commented on abortion during the ABC News Presidential Debate.ABC News’ @rachelvscott reports. pic.twitter.com/AxbCrbzdVi— ABC News Live (@ABCNewsLive) September 11, 2024 Eins og bent er á í frétt AP sýna kannanir að meirihluti Bandaríkjamanna er mótfallinn því að stjórnarskrárbundinn réttur kvenna til þungunarrofs hafi verið felldur niður og hafa kjósendur refsað Repúblikönum vegna þessa í kosningum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Trump sjálfur gerði nokkuð ljóst að hann vildi að hann væri enn í framboði gegn Joe Biden. Hann gagnrýndi forsetann ítrekað eins og svo væri og reyndi einnig að tengja Harris við stefnumál Bidens, enda er hún varaforseti hans. Á meðan á kappræðunum stóð og í kjölfar þeirra voru bandamenn Trumps harðorðir í garð stjórnenda kappræðanna, sem leiðréttu ósannindi Trumps þó nokkrum sinnum. Í aðdraganda kappræðanna hafði verið gefið út að það yrði ekki gert. Trump gagnrýndi stjórnendurna harðlega þegar hann ræddi við blaðamenn eftir kappræðurnar. Þrátt fyrir það sagði Trump að hann hefði aldrei staðið sig betur í kappræðum og lýsti yfir sigri. Meðal þess sem stjórnendurnir leiðréttu voru ummæli Trumps um að Demókratar væru að myrða ungabörn víða um Bandaríkin og kalla það þungunarrof og að hælisleitendur frá Haítí væru að éta gæludýr fólks í Ohio. Hvorugt á við rök að styðjast. Sjá einnig: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Trump er sagður hafa undirbúið sig meira fyrir þessar kappræður en hinar sex sem hann hefur tekið þátt í í aðdraganda forsetakosninga. Þá hafði honum verið ráðlagt að halda sig við málefnin og forðast persónulegar árásir. Harris vildi á hinn bóginn koma Trump úr jafnvægi. Það heppnaðist og varð Trump reiðari þegar leið á kappræðurnar. Fyrir kappræðurnar hafa kannanir sýnt að Trump og Harris eru hnífjöfn, bæði á landsvísu og í þeim sjö ríkjum sem skipta hvað mestu máli. Það var því mögulega til mikils að vinna í þessum kappræðum, sem verða mögulega þær einu milli Harris og Trumps. Framboð Harris hefur þegar farið fram á það við framboð Trumps að haldnar verði aðrar kappræður, í kjölfar kappræðna þeirra JD Vance og Tim Walz, varaforsetaefna, þann 1. október. Samkvæmt frétt Washington Post er óljóst hvort Trump sé tilbúinn í aðrar kappræður. Sjálfur sagði Trump eftir kappræðurnar að Harris vildi aðrar kappræður því hann hefði sigrað hana með afgerandi hætti. Þá sagðist hann ekki viss um hvort hann vildi aðrar kappræður. Harris kom á óvart með handabandi Harris kom blaðamönnum vestanhafs strax á óvart þegar hún gekk að Trump við upphafi kappræðanna og tók í höndina á honum. Trump tók síðast í höndina á mótframbjóðanda sínum árið 2016, sem var Hillary Clinton. Bandamenn Trumps höfðu lagt til að hann gæti tekið í höndina á henni til að koma henni á óvart og úr jafnvægi. Þess vegna kom það fólki á óvart þegar Harris gekk að Trump og tók í höndina á honum. Þetta var í fyrsta sinn sem þau hittust. Our @ABC political panel weighs in on the moment that Vice Pres. Kamala Harris and former Pres. Donald Trump shook hands during the start of the #ABCdebate:"She walked over to him and sought him out." pic.twitter.com/3t14dmOMWZ— ABC News Live (@ABCNewsLive) September 11, 2024 Farið var um víðan völl í kappræðunum og beindu stjórnendur mörgum spurningum að frambjóðendunum. Harris stýrði kappræðunum að miklu leyti með því að blanda árásum á Trump inn í svör sín við spurningunum. Með þeim lagði hún beitu fyrir Trump, sem hann féll ítrekað fyrir. Til marks um það má benda á að þegar kom að málefnum innflytjenda og hælisleitenda varði Trump fyrst hluta af svari sínu í að halda því fram að kosningafundir hans væru þeir stærstu í sögu Bandaríkjanna. Trump sneri svörum sínum ítrekað að innflytjendum og talaði ítrekað um þá með mjög niðrandi hætti. Meðal annars hélt hann því fram að önnur ríki væru að senda glæpamenn og fólk með geðræn vandamál til Bandaríkjanna. Þá varði Trump miklum tíma í kappræðunum í að tengja Harris við Joe Biden og halda því fram að hún bæri jafna ábyrgð á ríkisstjórn hans. „Hún er Biden,“ sagði Trump nokkrum sinnum og sakaði hann þau tvö meðal annars um að hafa eyðilagt Bandaríkin. Lygar um gæludýraát hælisleitenda Trump staðhæfði í kappræðunum að innflytjendur væru að éta gæludýr fólks. Þar var hann að vísa til umræðu meðal stuðningsmanna hans og bandamanna um að innflytjendur frá Haítí hefðu étið gæludýr fólks í bænum Springfield í Ohio. Þetta er í stuttu máli sagt þvæla. Yfirvöld í bænum, embættismenn og lögregla, segja ekkert til í þessu. Það vakti einnig athygli þegar Trump var spurður út í ummæli sín um uppruna Harris, sem rekur uppruna sinn til bæði Indlands og Jamaíka, en Trump gaf í skyn að síðasta mánuði að Harris hefði allt í einu hætt að vera indversk og væri nú þeldökk. „Mér er alveg sama hvað hún er, þú gerir mikið úr einhverju en mér gæti ekki verið meira sama,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa lesið að Harris væri hætt að vera þeldökk. Við það benti Harris á að Trump hefði mismunað þeldökkum leigjendum í eignum sínum, kallað eftir því að ungmenni sem voru ranglega handtekin í New York á áttunda áratug síðustu aldar yrðu tekin af lífi og að Trump hefði ítrekað haldið því fram að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. „Ég held að bandaríska þjóðin vilji betra en þetta,“ sagði Harris. Þungunarrof fyrirferðarmikið Ef marka má kannanir vestanhafs er málefni þungunarrofa það næst mikilvægasta í Bandaríkjunum um þessar mundir, ef eftir efnahagsmálum. Mikill tími fór í að ræða það málefni og gagnrýndi Harris Trump harðlega þar sem dómarar sem hann skipaði í Hæstarétt Bandaríkjanna hjálpuðu við að fella stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. „Ríkisstjórnin, og sérstaklega Donald Trump, á ekki að segja konu hvað hún getur gert við líkama sinn,“ sagði Harris. Þá sagði hún að bönn margra ríkja á þungunarrofi hefðu ógnað heilsu fjölda kvenna. Trump sagðist hafa veitt ríkjum Bandaríkjanna réttinn til að taka ákvarðanir um þungunarrof og sagðist stoltur af því. Þá hélt hann því einnig fram að Demókratar væru hlynntir því að taka nýfædd börn af lífi og kalla það þungunarrof. Eins og áður hefur komið fram er það ekki rétt og var það leiðrétt af stjórnendum kappræðanna. Former Pres. Trump and Vice Pres. Harris both commented on abortion during the ABC News Presidential Debate.ABC News’ @rachelvscott reports. pic.twitter.com/AxbCrbzdVi— ABC News Live (@ABCNewsLive) September 11, 2024 Eins og bent er á í frétt AP sýna kannanir að meirihluti Bandaríkjamanna er mótfallinn því að stjórnarskrárbundinn réttur kvenna til þungunarrofs hafi verið felldur niður og hafa kjósendur refsað Repúblikönum vegna þessa í kosningum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira