„Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 07:11 Bandaríska söngkonan Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. EPA Bandaríska stórstjarnan Taylor Swift hefur lýst yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta og frambjóðanda Demókrata, í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara 5. nóvember næstkomandi. Þetta gerði Swift á samfélagsmiðlum skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt. Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgir svo mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Þetta er í fyrsta sinn sem Swift, sem er ein vinsælasta söngkona heims, tjáir sig opinberlega um yfirstandandi kosningabaráttu vestanhafs. Í færslunni segist hún munu kjósa Harris þar sem „hún berst fyrir réttindum og þeim málum sem ég tel að þurfi stríðskonu til að ná fram“. Þá hrósaði hún sérstaklega leiðtogahæfileikum Harris og segir að Bandaríkin geti náð svo miklu meiri árangri ef leiðtogi þjóðarinnar stjórni af yfirvegun en ekki glundroða. Swift lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum 2020, en hún tjáði sig fyrst opinberlega um stjórnmálin vestanhafs þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata í kosningum til ríkisstjóra í heimaríki hennar Tennessee árið 2018. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Þetta gerði Swift á samfélagsmiðlum skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt. Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgir svo mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Þetta er í fyrsta sinn sem Swift, sem er ein vinsælasta söngkona heims, tjáir sig opinberlega um yfirstandandi kosningabaráttu vestanhafs. Í færslunni segist hún munu kjósa Harris þar sem „hún berst fyrir réttindum og þeim málum sem ég tel að þurfi stríðskonu til að ná fram“. Þá hrósaði hún sérstaklega leiðtogahæfileikum Harris og segir að Bandaríkin geti náð svo miklu meiri árangri ef leiðtogi þjóðarinnar stjórni af yfirvegun en ekki glundroða. Swift lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum 2020, en hún tjáði sig fyrst opinberlega um stjórnmálin vestanhafs þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata í kosningum til ríkisstjóra í heimaríki hennar Tennessee árið 2018.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40
Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13