Viðskipti innlent

Þungur róður hjá Samstöðinni

Árni Sæberg skrifar
Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar.
Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar. Vísir/Arnar

Fjölmiðillinn Samstöðin tapaði 24 milljónum króna á síðasta ári. Rekstrargjöld stöðvarinnar voru ríflega þrefalt hærri en tekjurnar.

Þetta kemur fram í ársreikningi Samstöðvarinnar ehf. fyrir árið 2023, fyrsta heila rekstrarár félagsins.

Á vef Samstöðvarinnar segir að Samstöðin sé fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar séu allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Þá segir að Alþýðufélagið sé eigandi Samstöðvarinnar. Félagið hafi það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geti gengið í Alþýðufélagið með því að skrá sig fyrir áskrift að Samstöðinni.

Félagsgjöld í Alþýðufélagið séu 2.500 krónur á mánuði og renni óskipt til dagskrár og útsendinga Samstöðvarinnar. Þau sem vilji, geti borgað tvöfalda eða fjórfalda áskrift.

Alþýðufélagið var ekki ein þeirra 25 fjölmiðlaveitna sem hlutu rekstrarstuðning árið 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×