Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 15:14 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hlessa yfir ákvörðun stjórnvalda um ráðstöfun séreignarsparnaðar. Vísir/Arnar Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að öðru óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið við lýði frá árinu 2014. Með ólíkindum „Ég tel það alveg með ólíkindum, að stjórnvöld skuli taka þessa ákvörðun vegna þess að þetta hefur verið að gagnast millitekjufólki gríðarlega vel. Þar sem það hefur haft tækifæri til þess að nota séreignarsparnaðinn sinn skattfrjálst til lækkunar á höfuðstól,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Því komi það honum á óvart að stjórnvöld skuli ekki hafa framlengt úrræðið, eða gengið skrefinu lengra og fest það til frambúðar. „Það er kannski þannig að þetta gagnist millitekjufólkinu of vel. Það er kannski ástæðan fyrir því að menn taka ákvörðun um að hætta þessu.“ Það besta sem komi fyrir fólk Vilhjálmur segist í raun ekki skilja hvers vegna fyrirkomulaginu sé breytt enda sé það að lækka höfuðstól lána sinna og séreignarsparnaðarleiðin hafi gagnast mörgum mjög vel í þeim efnum. „Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þennan þátt og framlengja þetta ákvæði.“ Hann segir þó að fagna beri því að úrræðið sé ekki tekið af fyrstu kaupendum fasteigna. Skattar og tollar Fjármál heimilisins Stéttarfélög Fjárlagafrumvarp 2025 Húsnæðismál Tengdar fréttir „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29 Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að öðru óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið við lýði frá árinu 2014. Með ólíkindum „Ég tel það alveg með ólíkindum, að stjórnvöld skuli taka þessa ákvörðun vegna þess að þetta hefur verið að gagnast millitekjufólki gríðarlega vel. Þar sem það hefur haft tækifæri til þess að nota séreignarsparnaðinn sinn skattfrjálst til lækkunar á höfuðstól,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Því komi það honum á óvart að stjórnvöld skuli ekki hafa framlengt úrræðið, eða gengið skrefinu lengra og fest það til frambúðar. „Það er kannski þannig að þetta gagnist millitekjufólkinu of vel. Það er kannski ástæðan fyrir því að menn taka ákvörðun um að hætta þessu.“ Það besta sem komi fyrir fólk Vilhjálmur segist í raun ekki skilja hvers vegna fyrirkomulaginu sé breytt enda sé það að lækka höfuðstól lána sinna og séreignarsparnaðarleiðin hafi gagnast mörgum mjög vel í þeim efnum. „Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þennan þátt og framlengja þetta ákvæði.“ Hann segir þó að fagna beri því að úrræðið sé ekki tekið af fyrstu kaupendum fasteigna.
Skattar og tollar Fjármál heimilisins Stéttarfélög Fjárlagafrumvarp 2025 Húsnæðismál Tengdar fréttir „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29 Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21
Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. 10. september 2024 13:29
Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. 10. september 2024 12:08