Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 23:44 Trump var ansi heitt í hamsi í gær. getty Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira