Bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á það að fá hæfan þjálfara fyrir HM 2026 sem fer meðal annars fram í Bandaríkjunum.
Samkvæmt heimildum ESPN þá fær Pochettino sex milljónir dollara í árslaun eða 833 milljónir íslenskra króna. Það er yfir 69 milljónir króna í laun á mánuði.
Með þessu verður Pochettino verður sá launahæsti í sögunni hjá bandaríska sambandinu.
Pochettino hefur hingað til þjálfað félagslið en þetta verður hans fyrsta starf síðan hann var rekinn frá Chelsea. Áður stýrði hann Paris Saint Germain og Tottenham.