Fótbolti

Pochettino verður sá launa­hæsti í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauricio Pochettino er ekki lengur atvinnulaus og þarf ekki mikið að hafa áhyggjur af peningum á þessum launum.
Mauricio Pochettino er ekki lengur atvinnulaus og þarf ekki mikið að hafa áhyggjur af peningum á þessum launum. Getty/John Walton/

Mauricio Pochettino er á engum sultarlaunum sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta.

Bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á það að fá hæfan þjálfara fyrir HM 2026 sem fer meðal annars fram í Bandaríkjunum.

Samkvæmt heimildum ESPN þá fær Pochettino sex milljónir dollara í árslaun eða 833 milljónir íslenskra króna. Það er yfir 69 milljónir króna í laun á mánuði.

Með þessu verður Pochettino verður sá launahæsti í sögunni hjá bandaríska sambandinu.

Pochettino hefur hingað til þjálfað félagslið en þetta verður hans fyrsta starf síðan hann var rekinn frá Chelsea. Áður stýrði hann Paris Saint Germain og Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×