Hagkaup hefur áfengissölu í dag Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 09:54 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins. „Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,“ er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups, í fréttatilkynningu. Skammur afhendingartími Fyrirkomulag sölu verði á þann hátt að vörur séu keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups taki svo til þær vörur og kemur þeim í „Dropp“ box í þjónustuborði verslunarinnar. Sé verslað á tímanum 12 til 21 reikni Hagkaup með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu sé hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending taki lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þurfi aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta Strangar reglur Strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og þannig sé leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun. Reglurnar eru eftirfarandi: Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni - Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern Níunda verslunin Netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi og sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Sjá meira
„Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,“ er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups, í fréttatilkynningu. Skammur afhendingartími Fyrirkomulag sölu verði á þann hátt að vörur séu keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups taki svo til þær vörur og kemur þeim í „Dropp“ box í þjónustuborði verslunarinnar. Sé verslað á tímanum 12 til 21 reikni Hagkaup með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu sé hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending taki lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þurfi aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta Strangar reglur Strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og þannig sé leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun. Reglurnar eru eftirfarandi: Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni - Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern Níunda verslunin Netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi og sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Sjá meira
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51