Formúla 1

Biðja Piastri um að styðja Norris í bar­áttunni um titilinn

Aron Guðmundsson skrifar
Samtalið hefur verið tekið við Piastri um að hann styðji við liðsfélaga sinn Lando Norris í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1
Samtalið hefur verið tekið við Piastri um að hann styðji við liðsfélaga sinn Lando Norris í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 Vísir/Getty

Andrea Stella, liðs­stjóri For­múlu 1 liðs McLaren hefur stað­fest að liðið muni setja hags­muni Lando Norris, annars af aðal­öku­mönnum liðsins, fram yfir hags­muni liðs­fé­laga hans Os­car Piastri út yfir­standandi tíma­bil. Er þetta gert til þess að gefa Norris sem mesta mögu­leika á því að skáka Hollendingnum Max Ver­stappen í bar­áttu öku­þóranna um heims­meistara­titilinn.

Það mun McLaren ætla gera án þess að fórna og miklu eða fara á svig við gildi sín.

„Heildar­mark­miðið snýr að því að við erum stað­ráðin í að vinna. Við viljum hins vegar vinna á réttum for­sendum,“ segir Stella í sam­tali við BBC.

Hags­munir liðsins verði á­vallt ofan á „en einnig viljum við vera sann­gjarnir gagn­vart okkar öku­þórum.“

Sam­talið hafi verið tekið við Piastri sem hefur verið öflugur upp á síð­kastið. Það er hins vegar Lando Norris sem á mesta mögu­leika á því að skáka Ver­stappen í bar­áttunni um heims­meistara­titil öku­þóra. Munurinn milli þeirra er 62 stig þegar að enn eru að há­marki 232 stig fyrir hvern öku­þóra að vinna sér inn til loka tíma­bilsins.

„Jafn­vel þegar að ég sagði við Os­car „Myndirðu geta gefið frá þér sigur fyrir Lando?“ Þá sagði hann: „Það yrði sárs­auka­fullt en ef það er það rétta í stöðunni þá mun ég gera það.“

For­múla 1 mætir á götur Baku í Azer­ba­i­jan um komandi helgi. Sýnt er frá keppnis­helginni á Voda­fone Sport rásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×