Innlent

Bæjar­stjóri Reykja­nes­bæjar í veikinda­leyfi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun sinna veigaminni verkefnum.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun sinna veigaminni verkefnum. Reykjanesbær

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun fara í veikindaleyfi frá og með 15. september næstkomandi.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og staðgengill bæjarstjóra muni sinna starfi bæjarstjóra í fjarveru Kjartans Más.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar. Þar segir að samkvæmt læknisvottorði verði Kjartan óvinnufær að hluta, og þá er óvíst hversu lengi svo verði.

Á vef Víkurfrétta segir að Kjartan hafi greinst með krabbamein í sumar. Hormónameðferð hafi hafist strax í kjölfar greiningarinnar. Stefnt sé að geislameðferð á næstu mánuðum, og að gert sé ráð fyrir því að Kjartan Már muni taka aftur við eftir áramót.

Hann óskaði eftir því að fá að sinna veigaminni verkefnum í samráði við staðgengil sinn. Bæjarráð samþykkti það einróma og að Halldóra myndi sinna starfi bæjarstjóra í stað hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×