Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 15:46 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni á Wembley í júní, í 1-0 sigrinum gegn Englandi í vináttulandsleik. Getty/Bradley Collyer Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson. Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang. Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang.
Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira