Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni dagsins í dag.
Um slagsmálin segir að málið sé í rannsókn lögreglu með aðkomu barnaverndar Reykjavíkur og forráðamanna ungmennanna.
Lögreglu var tilkynnt um innbrot og þjófnað á verkfærum í hverfi 221 í Hafnarfirðinum og er málið í rannsókn lögreglu. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað í matvöruverslunum í hverfi 220 og hverfi 210 og voru bæði mál afgreidd með vettvangsskýrslu.