Enski boltinn

Nýr for­stjóri kvenna­liðs Chelsea kemur úr ó­væntri átt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chelsea er að fara nýjan forstjóra.
Chelsea er að fara nýjan forstjóra. EPA-EFE/TOLGA AKMEN

Chelsea hefur ákveðið að ráða forstjóra sérstaklega fyrir kvennalið félagsins en um er að ræða nýja stöðu innan félagsins. Það vekur athygli að manneskjan sem var ráðin hefur enga reynslu þegar kemur að því að reka knattspyrnufélag.

Aki Mandhar hefur verið ráðin og mun hefja störf hjá Chelsea áður en árinu lýkur. Hún kemur frá íþróttamiðlinum The Athletic sem er í eigu New York Times.

Í frétt The Guardian um ráðninguna segir að helsta markmið Mandhar sé að laða fleiri áhorfendur á leiki Chelsea. Undanfarin fimm ár hefur liðið staði uppi sem Englandsmeistari en samt ekki átt roð í nágranna sína í Arsenal þegar kemur að fjölmennustu leikjum efstu deildar kvenna á Englandi.

The Guardian greinir einnig frá því að ráðningin veki undrun þar sem Mandhar hefur mjög svo takmarkaða reynslu innan knattspyrnuheimsins. Áður en hún gekk til liðs við The Athletic fyrir fjórum árum starfaði hún fyrir Daily Telegraph.

Þá kemur fram að Paul Green mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri félagsins og er mun bera ábyrgð á leikmannakaupum Englandsmeistaranna.

Fleiri breytingar hafa átt sér stað hjá Chelsea á árinu en Emma Hayes hætti sem þjálfari liðsins í sumar eftir gríðarlega farsælan feril til að taka við landsliði Bandaríkjanna. Í hennar stað kemur Sonia Bompastor en hún var áður þjálfari franska stórliðsins Lyon.


Tengdar fréttir

Fyrrum þjálfari Söru Bjarkar tekur við Lyon

Frakklandsmeistarar Lyon hafa ráðið Joe Montemurro sem eftirmann Sonia Bampastor sem tók við Chelsea í kjölfar þess að Emma Hayes tók við bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. Téður Joe hefur áður stýrt Arsenal á Englandi og Juventus á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×