Innlent

Upp­sagnir í verktakageiranum og dularfult ýl í Laugar­nesi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Í kvöldfréttunum verðum við í beinni útsendingu frá þinginu og heyrum í Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmanni Viðreisnar og Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár.

Við kíkjum í Mími, þar sem nýtt nám var að hefja göngu sína fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir. Markmiðið er að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við vonuðust til að verða leikskólakennarar eða starfa í félagsmiðstöð.

Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30. 

Klippa: Kvöldfréttir 12. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×