Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 18:17 Að athöfn lokinni frá vinstri Katrín Lilja Jónsdóttir dómnefndarfulltrúi, Yrsa Sigurðardóttir formaður dómnefndar, Ævar Þór Benediktsson og Einar Þorsteinsson borgarstjóri Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Ævari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í dómnefnd sátu Yrsa Sigurðardóttir, Þorgeir Ólafsson og Katrín Lilja Jónsdóttir. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunahandritið Skólastjórinn kemur út hjá Forlaginu á næsta ári. Í athöfninni minntist borgarstjóri Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Sagan byggi á eigin reynslu Ævar sagði viðurkenninguna mikinn heiður í ræðu sinni. „Bækur Guðrúnar Helgadóttur voru að sjálfsögðu lesnar fram og til baka á mínu heimili. Mennskan og kærleikurinn sem hún laumaði í línurnar sínar er eitthvað sem hefur setið í mér alla tíð og voru mér ofarlega í huga við skrif Skólastjórans.“ Skólastjórinn fjallar um 12 ára strák Salvar, sem óvart fær stöðu skólastjóra og þarf að breyta skólanum eftir eigin smekk. Bókin er þroskasaga um samskipti og ábyrgð og byggir sagan á reynslu Ævars í menntaskóla. Ævar Þór hefur ritað hátt í fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en í þeim síðarnefndu velja lesendur sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur bókarinnar Strandaglópar! sem hlaut á dögunum heiðursverðlaun Margaret Wise Brown sem barnabók ársins 2024. Næsta bók Ævars, Skólaslit 3: Öskurdagur kemur út í byrjun október. Börn og uppeldi Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Ævari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í dómnefnd sátu Yrsa Sigurðardóttir, Þorgeir Ólafsson og Katrín Lilja Jónsdóttir. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunahandritið Skólastjórinn kemur út hjá Forlaginu á næsta ári. Í athöfninni minntist borgarstjóri Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Sagan byggi á eigin reynslu Ævar sagði viðurkenninguna mikinn heiður í ræðu sinni. „Bækur Guðrúnar Helgadóttur voru að sjálfsögðu lesnar fram og til baka á mínu heimili. Mennskan og kærleikurinn sem hún laumaði í línurnar sínar er eitthvað sem hefur setið í mér alla tíð og voru mér ofarlega í huga við skrif Skólastjórans.“ Skólastjórinn fjallar um 12 ára strák Salvar, sem óvart fær stöðu skólastjóra og þarf að breyta skólanum eftir eigin smekk. Bókin er þroskasaga um samskipti og ábyrgð og byggir sagan á reynslu Ævars í menntaskóla. Ævar Þór hefur ritað hátt í fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en í þeim síðarnefndu velja lesendur sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur bókarinnar Strandaglópar! sem hlaut á dögunum heiðursverðlaun Margaret Wise Brown sem barnabók ársins 2024. Næsta bók Ævars, Skólaslit 3: Öskurdagur kemur út í byrjun október.
Börn og uppeldi Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira