Fótbolti

Sak­felldur fyrir að á­reita lukkudýrið kyn­ferðis­lega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Mallo var fyrirliði Celta Vigo þegar hann káfaði á lukkudýri Espanyol fyrir leik.
Hugo Mallo var fyrirliði Celta Vigo þegar hann káfaði á lukkudýri Espanyol fyrir leik. Getty/Alex Caparros/Matthew Ashton

Hugo Mallo hefur verið dæmdur sekur fyrir að áreita lukkudýr mótherjanna þegar hann var leikmaður Celta Vigo árið 2019.

Mallo spilar ekki lengur á Spáni en hann var þarna fyrirliði Celta Vigo.

Það er dómstóll í Barcelona sem dæmdi Mallo sekan fyrir kynferðislegt áreiti.

Hinn 33 ára gamli Mallo þarf að greiða fórnarlambinu sex þúsund evrur eða 917 þúsund krónur í bætur. Hann þarf líka að greiða allan málskostnað.

Atvikið varð fyrir deildarleik á móti Espanyol en leikurinn fór fram í Barcelona 24. apríl 2019.

Mallo snerti þá brjóstin á konu sem var í búningi lukkudýrs Espanyol. Þetta gerðist þegar leikmenn heilsuðu hverjum öðrum fyrir leikinn.

Mallo er nú leikmaður gríska félagsins Aris Salonica. Hann gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann heldur fram sakleysi sínu og segist ætla að áfrýja dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×