Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:42 Stefán Árni Geirsson spilar að líkindum ekki meira með KR á tímabilinu. Vísir/HAG Þeir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson, leikmenn KR í Bestu deild karla, eiga á hættu að taka ekki frekari þátt á þessari leiktíð. Það munar um minna fyrir Vesturbæinga. Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira