Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 13. september 2024 12:31 Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima…. Pabbi geturðu gefið mér leyfi í sundi? Það er hvort eð er bara verið að synda smá og svo fara í pottinn… Mamma geturðu gefið mér leyfi í íslensku? Það eru kynningar og ekki sjens að ég ætli að kynna fyrir framan hópinn… Pabbi geturðu gefið mér leyfi í stærðfræði? Það er próf og ég er ekki búin að læra neitt fyrir það. Ég get bara tekið sjúkrapróf eða eitthvað… Mamma geturðu gefið mér leyfi í skólanum í dag? Ég er hvort eð bara til hádegis og get alveg gert þetta allt bara heima…. Skólaárið í grunnskólum á Íslandi er skilgreint sem 180 kennsludagar. Fyrsta vika skólaárs, síðasta vika fram að jólaleyfi, fyrsta vikan eftir jólaleyfi, síðasta vikan fyrir páskaleyfi, fyrsta vikan eftir páskaleyfi og síðasta vika skólaárs eiga það sameiginlegt að leyfi nemenda verða algengari en á öðrum tímum. Í sumum tilfellum svo algeng að vart verður kennsluhæft í mörgum hópum víða um land. Við á Íslandi búum í forréttindasamfélagi þar sem aðgengi að gæðamenntun er gott. Kunnum við gott að meta? Hvar er skólinn í forgangsröð barna og barnafjölskyldna? Hvaða lexíur er skólanum lagt til að kenna ungviði landsins og hvernig á skólum landsins að takast ætlunarverk sitt ef börn mæta mörg ekki til leiks og viðhorfið er slíkt að skólinn er alltof oft í neðsta sæti þegar kemur að forgangsröðun heimila? Mikilvægt er að foreldrar átti sig á hve mikil áhrif fjarvera frá skóla getur haft á nám og líðan barna sinna. Þau mæta jafnvel stútfull af kvíða inn í skólann sinn því þau vita vart hvað snýr upp né niður í náminu né hvort þau séu að koma eða fara og getur þá skapast vítahringur sem nauðsynlegt er að vinda ofan af (en auðvitað langbest að koma í veg fyrir að rúlli af stað). Meirihluti foreldra og forráðafólks þekkir vel ábyrgðarhlutverk sitt og sinnir því af alúð. Leyfi barna er í þeim tilfellum ekki tekið af léttvægð og tryggja foreldrar að hlé á skólagöngu barns síns komi hvorki niður á barninu, námi þess né skólastarfi. Börn þeirra eru í skóla sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Er barnið þitt nokkuð nemandi í tilgangslausa skólanum? Höfundur er kennari og deildarstjóri í grunnskóla og meðvituð um að margt í lífinu lærist fyrir utan veggi skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima…. Pabbi geturðu gefið mér leyfi í sundi? Það er hvort eð er bara verið að synda smá og svo fara í pottinn… Mamma geturðu gefið mér leyfi í íslensku? Það eru kynningar og ekki sjens að ég ætli að kynna fyrir framan hópinn… Pabbi geturðu gefið mér leyfi í stærðfræði? Það er próf og ég er ekki búin að læra neitt fyrir það. Ég get bara tekið sjúkrapróf eða eitthvað… Mamma geturðu gefið mér leyfi í skólanum í dag? Ég er hvort eð bara til hádegis og get alveg gert þetta allt bara heima…. Skólaárið í grunnskólum á Íslandi er skilgreint sem 180 kennsludagar. Fyrsta vika skólaárs, síðasta vika fram að jólaleyfi, fyrsta vikan eftir jólaleyfi, síðasta vikan fyrir páskaleyfi, fyrsta vikan eftir páskaleyfi og síðasta vika skólaárs eiga það sameiginlegt að leyfi nemenda verða algengari en á öðrum tímum. Í sumum tilfellum svo algeng að vart verður kennsluhæft í mörgum hópum víða um land. Við á Íslandi búum í forréttindasamfélagi þar sem aðgengi að gæðamenntun er gott. Kunnum við gott að meta? Hvar er skólinn í forgangsröð barna og barnafjölskyldna? Hvaða lexíur er skólanum lagt til að kenna ungviði landsins og hvernig á skólum landsins að takast ætlunarverk sitt ef börn mæta mörg ekki til leiks og viðhorfið er slíkt að skólinn er alltof oft í neðsta sæti þegar kemur að forgangsröðun heimila? Mikilvægt er að foreldrar átti sig á hve mikil áhrif fjarvera frá skóla getur haft á nám og líðan barna sinna. Þau mæta jafnvel stútfull af kvíða inn í skólann sinn því þau vita vart hvað snýr upp né niður í náminu né hvort þau séu að koma eða fara og getur þá skapast vítahringur sem nauðsynlegt er að vinda ofan af (en auðvitað langbest að koma í veg fyrir að rúlli af stað). Meirihluti foreldra og forráðafólks þekkir vel ábyrgðarhlutverk sitt og sinnir því af alúð. Leyfi barna er í þeim tilfellum ekki tekið af léttvægð og tryggja foreldrar að hlé á skólagöngu barns síns komi hvorki niður á barninu, námi þess né skólastarfi. Börn þeirra eru í skóla sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Er barnið þitt nokkuð nemandi í tilgangslausa skólanum? Höfundur er kennari og deildarstjóri í grunnskóla og meðvituð um að margt í lífinu lærist fyrir utan veggi skólakerfisins.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar