Innlent

Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mót­mælt fyrir utan Ítalíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við heilbrigðisráðherra um bakaðgerðir en unnið er að því að semja við einkaaðila um að vinna á biðlistum.

Einnig verður fjallað um launadeilu sem tengist veitingastaðnum Ítalíu en Efling sakar rekstraraðila staðarins um launaþjófnað. Efnt var til mótmæla fyrir utan staðinn í gærkvöldi.

Að auki fylgjumst við áfram með umræðum um fjárlögin sem kynnt voru á dögunum en menntamálaráðherra segir að fjármagn verði sett í þjóðarleikvanga á næsta ári auk þess sem afreksíþróttamenn fái 250 milljónir aukalega.

Í íþróttapakka dagsins verður það svo Besta deild karla sem verður í sviðsljósinu en þar rúllar boltinn aftur í kvöld eftir landsleikjahlé.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 13. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×