Stjörnukonur lentu undir eftir 35 sekúndur en unnu

Hinrik Wöhler skrifar
Stjörnukonur komu til baka og tryggðu sér sjöunda sætið í Bestu deildinni.
Stjörnukonur komu til baka og tryggðu sér sjöunda sætið í Bestu deildinni. vísir/Diego

Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Tindastól í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Þetta var úrslitaleikur um efsta sætið í neðri hlutanum. 

Jordyn Rhodes kom gestunum í Tindastól yfir eftir aðeins 35 sekúndur en Hulda Hrund Arnarsdóttir jafnaði um miðjan fyrri hálfleik og Hrefna Jónsdóttir skoraði sigurmarkið í byrjun þess síðari.

Leikurinn gat dottið báðum megin en Garðbæingar sigldu þessu heim í dag. Hrefna Jónsdóttir skoraði frábært mark í upphafi síðari hálfleiks en Stólarnir náðu ekki að koma til baka þrátt fyrir ágætis færi og aragrúa af hornspyrnum. Stjarnan endar í sjöunda sæti og Tindastóll sæti neðar.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira