Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 12:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra boðar meðal annars 250 milljónir í auknum framlögum til afreksíþrótta. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir fjármagn verða sett í þjóðarleikvanga á næsta ári og 250 milljónir verði settar aukalega til afreksíþrótta. Brugðist verði við aukinni aðsókn í verknám nám fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu eflt. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21