Rafíþróttir

Du­sty enn á toppnum eftir tvær um­ferðir

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Alexander Egill Guðmundsson og félagar hans í Ármanni lögðu Kano í tvígang að velli í viðureign liðanna í annarri umferð Ljósleiðaradeildarinnar.
Alexander Egill Guðmundsson og félagar hans í Ármanni lögðu Kano í tvígang að velli í viðureign liðanna í annarri umferð Ljósleiðaradeildarinnar.

Annarri um­ferð Ljós­leiðara­deildarinnar í Coun­ter-Stri­ke lauk með tveimur leikjum á fimmtu­dags­kvöld þar sem Ár­mann sigraði Kano 2-0 og SAGA hafði betur en Venus, einnig 2-0.

Með sigri gærkvöldsins komst Ármann upp í 2. sæti Ljósleiðaradeildarinnar en Dusty heldur toppsætinu eftir tvær umferðir.

Þriðja umferð Ljósleiðaradeildarinnar hefst þriðjudaginn 17. september með tveimur leikjum þar sem VECA og Höttur mætast annars vegar en Venus og Þór hins vegar.

Umferðinni lýkur síðan fimmtudaginn 19. september með þremur leikjum þar sem Ármann mætir RAFÍK, ÍA keppir við SAGA og Dusty gegn Kano.

Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir 2 umferðir.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×