Íslenski boltinn

Sjáðu hvernig Víkingar fóru létt með KR og komust á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdimar Þór Ingimundarson og Gísli Gottskálk Þórðarson fagna öðru marki Vikings með Oliver Ekroth.
Valdimar Þór Ingimundarson og Gísli Gottskálk Þórðarson fagna öðru marki Vikings með Oliver Ekroth. Vísir/Anton Brink

Víkingar endurheimtu toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta með sannfærandi 3-0 sigri á KR-ingum í gær á Meistaravöllum í Vesturbæ.

Víkingar skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum. Mörkin skoruðu þeir Gísli Gottskálk Þórðarson, Valdimar Þór Ingimundarson og Danijel Dejan Djuric. Gísli Gottskálk lagði upp mark Valdimars og Valdimar fiskaði vítið sem Danijel skoraði úr.

Með þessum sigri náði Vikingsliðið að jafna við Blika á stigum en þeir komust líka í toppsætið þar sem markatala Víkings er fjórum mörkum betri.

KR ingar styrktu gott málefni í þessum leik en þetta var styrktarleikur fyrir Alzheimersamtök

Íslands. Þetta er málefni sem stendur KR-ingum nærri og þeir vildu efla umræðu um heilabilun á Íslandi og um leið safna fjármagni sem rennur til Alzheimersamtakanna. Félagið lék í fjólubláum treyjum gegn Víkingi samtökunum til heiðurs.

Valur Páll Eiríksson var á vellinum og sýndi mörkin í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það smá sjá mörkin hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×