Trúverðugleiki til sölu! Jakob Frímann Magnússon skrifar 14. september 2024 13:01 Niðurstaða hagfræðinga: Veiðigjald veikir sjávarútveg!! Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Nú hafa kjör og afkoma heillar þjóðar verið í höndum hagfræðinga um langt árabil. Tæpast hefur traust á hagfræðingum beinlínis vaxið samhliða þeim háu vöxtum sem hér hafa verið lagðir á landsmenn undir því yfirskini að slík spennitreyja sé hagkerfinu og okkur öllum fyrir bestu. „Þetta er eina meðalið gegn verðbólgunni“ segja þeir ítrekað. En meðalið virðist bara ekki virka. Þegar fyrirsögn á borð við þá hér að ofan er slengt framan í þjóðina í eina eftirlifandi dagblaði landsmanna er trúverðugleika hagfræðinga enn á ný verulega ógnað og ekki víst að þar sé miku á bætandi. Nú vitum við öll að fólkið sem fær að moka aflanum úr auðlindinni okkar sameiginlegu allra berst með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarna rentu af auðlindinni. Fólkið sem hefur auðgast stórum á sameiginlegri eign allra telur sig hafið yfir samfélagslegt réttlæti. Útgerðarfólk gerir m.a. út Morgunblaðið sem lykilmálsvara sinn, sóma, sverð og skjöld. En að etja virðulegum hagfræðingum á foraðið við að setja frá sér þvælu af þessum toga er beinlínis skaðlegt, ekki bara orðspori og virðingu umræddra hagfræðinga, heldur almennri tiltrú samfélagsins á stétt hagfræðinga. „Eru þetta bullfræði“ tekur venjulegt fólk að hugsa, sem fyrir löngu hefur fengið meira en nóg. Mörgum er minnistæð stórgóð sannsöguleg kvikmynd, THE BIG SHORT, sem lýsir tilurð alþjóðlega bankahrunsins 2008. Á fundi áreiðanleikavottunarfyrirtækisins Moody´s sem selur þjóðum og stórfyrirtækjum einkunnir í bókstöfum ( A AA AAA o.s.frv. ) er krefjandi spurningum Wall Street - bankamanns (túlkuðum af Steve Carrell) svarað snúðugt af forstjóra Moody´s: „ Hví skyldum við ekki gefa þessari fjármálastofnun (Barings) ágætiseinkunnina AAA? Ef við gerðum það ekki myndu þeir bara fara yfir götuna og kaupa sér sömu vottun hjá vottunarfyrirtækjunum FITCH eða REUTERS og við yrðum þá af öllum stórviðskiptunum við þá!“ Þetta sannsögulega atriði opnaði sannarlega augu margra, enn og aftur, fyrir því að í henni Ameríku er jú allt til sölu – m.a.s. fölsuð áreiðanleikavottorð. Skyldu fleiri en sá sem þetta ritar hafa hugsað með sér eftir lestur umræddrar fyrirsagnar: Er bara ekki allt til sölu á Íslandi líka? Og hver skyldi nú hafa keypt sér hið óvænta og stórundarlega hagfræðiálit sem hér um ræðir? Varla þó Samtök fyirtækja í sjávarútvegi? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða hagfræðinga: Veiðigjald veikir sjávarútveg!! Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Nú hafa kjör og afkoma heillar þjóðar verið í höndum hagfræðinga um langt árabil. Tæpast hefur traust á hagfræðingum beinlínis vaxið samhliða þeim háu vöxtum sem hér hafa verið lagðir á landsmenn undir því yfirskini að slík spennitreyja sé hagkerfinu og okkur öllum fyrir bestu. „Þetta er eina meðalið gegn verðbólgunni“ segja þeir ítrekað. En meðalið virðist bara ekki virka. Þegar fyrirsögn á borð við þá hér að ofan er slengt framan í þjóðina í eina eftirlifandi dagblaði landsmanna er trúverðugleika hagfræðinga enn á ný verulega ógnað og ekki víst að þar sé miku á bætandi. Nú vitum við öll að fólkið sem fær að moka aflanum úr auðlindinni okkar sameiginlegu allra berst með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarna rentu af auðlindinni. Fólkið sem hefur auðgast stórum á sameiginlegri eign allra telur sig hafið yfir samfélagslegt réttlæti. Útgerðarfólk gerir m.a. út Morgunblaðið sem lykilmálsvara sinn, sóma, sverð og skjöld. En að etja virðulegum hagfræðingum á foraðið við að setja frá sér þvælu af þessum toga er beinlínis skaðlegt, ekki bara orðspori og virðingu umræddra hagfræðinga, heldur almennri tiltrú samfélagsins á stétt hagfræðinga. „Eru þetta bullfræði“ tekur venjulegt fólk að hugsa, sem fyrir löngu hefur fengið meira en nóg. Mörgum er minnistæð stórgóð sannsöguleg kvikmynd, THE BIG SHORT, sem lýsir tilurð alþjóðlega bankahrunsins 2008. Á fundi áreiðanleikavottunarfyrirtækisins Moody´s sem selur þjóðum og stórfyrirtækjum einkunnir í bókstöfum ( A AA AAA o.s.frv. ) er krefjandi spurningum Wall Street - bankamanns (túlkuðum af Steve Carrell) svarað snúðugt af forstjóra Moody´s: „ Hví skyldum við ekki gefa þessari fjármálastofnun (Barings) ágætiseinkunnina AAA? Ef við gerðum það ekki myndu þeir bara fara yfir götuna og kaupa sér sömu vottun hjá vottunarfyrirtækjunum FITCH eða REUTERS og við yrðum þá af öllum stórviðskiptunum við þá!“ Þetta sannsögulega atriði opnaði sannarlega augu margra, enn og aftur, fyrir því að í henni Ameríku er jú allt til sölu – m.a.s. fölsuð áreiðanleikavottorð. Skyldu fleiri en sá sem þetta ritar hafa hugsað með sér eftir lestur umræddrar fyrirsagnar: Er bara ekki allt til sölu á Íslandi líka? Og hver skyldi nú hafa keypt sér hið óvænta og stórundarlega hagfræðiálit sem hér um ræðir? Varla þó Samtök fyirtækja í sjávarútvegi? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun