Enski boltinn

Hélt upp á af­mæli eigin­konunnar með markinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthijs de Ligt fagnar markinu sínu fyrir Manchester United á móti Southampton í dag.
Matthijs de Ligt fagnar markinu sínu fyrir Manchester United á móti Southampton í dag. Getty/Catherine Ivill

Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt átti góðan dag með Manchester United í 3-0 sigri á Southampton.

Ekki nóg með að halda hreinu í leiknum sem hluti af vörninni þá skoraði De Ligt fyrsta mark leiksins með skalla á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes.

Markið breytti leiknum en skömmu áður hafði Southampton, sem var miklu betra liðið fyrsta hálftímann, klikkað á víti. De Ligt leit ekki vel út framan af leik en var eins og kóngur í vörninni eftir þetta mark.

„Þessi sigur var augljóslega mjög mikilvægur. Það er ekki nóg að ná í þrjá stig út úr frystu þremur leikjunum og það var því pressa á liðnu. Mér fannst við spila mjög vel í dag og Andre Onana á mikið hrós skilið fyrir að verja vítið,“ sagði De Ligt við TNT Sports eftir leik.

Hann skoraði markið sitt eftir að United tók stutta hornspyrnu.

„Við höfum verið að vinna með föstu leikatriðin en þetta var þó ekki alveg eftir bókinni,“ sagði De Ligt en hvað með það hvernig hann fagnaði markinu sínu?

„Eiginkonan á afmæli í dag þannig að þetta mark var fyrir hana,“ sagði De Ligt.

„Ég er ánægður með að hafa spilað einn og hálfan leik í landsleikjaglugganum því ég hafði ekki spilað svo lengi. Þetta er þriðji leikurinn minn á einni viku og það er mikilvægt fyrir mig að ná upp takti svo ég geti sýnt aðeins meira hvað býr í mér,“ sagði De Ligt.

„Ég nýt þess að vera í United. Við erum með flottan hóp og mikið af ungum strákum sem vilja bæta sig. Vonandi getum við náð í betri úrslit og vaxið sem lið,“ sagði De Ligt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×