Innlent

Sagður hafa veifað hníf í mið­borginni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð.
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð. vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í fréttatilkynningu að tilkynning hafi borist um mann í miðborginni sem hafi veifað hníf í dag.  

Maðurinn hafi fundist stuttu seinna án hnífs, „en hugsanlega búinn að losa sig við hnífinn,“ eins og segir í tilkynningu lögreglu. Ekki kemur fram hvort hann hafi verið vistaður vegna málsins.

Rólegt hafi verið hjá lögreglu það sem af er degi en minnst á sitthvað:

„Tilkynnt um framkvæmdarhávaða, lofað var að hætta vinnu og byrja aftur kl 10:00 þegar má byrja.

Tilkynnt um reiðhjólaþjófnað sem náðist á upptöku. Gerandi þekktist af upptökum. Málið í rannsókn

Brotist inn í verslun í miðborginni. Eitthvað af munum teknir. Málið í rannsókn.

Tilkynnt um innbrot í heimahús. Málið í rannsókn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×