Vextir niðurlægja og drepa Einar Baldvin Árnason skrifar 14. september 2024 22:02 „Vextir niðurlægja og drepa. Vextir eru grafalvarleg synd. Þeir myrða, þeir traðka á mannlegri reisn, ala á spillingu, og standa í vegi almennrar velmegunar.” Svo mælti hans heilagleiki Frans páfi, reyndar ekki á Íslandi 2024, þó það væri vel við hæfi, heldur á fundi kaþólskra góðgerðarsamtaka sem aðstoða fólk sem hefur lent illa undir okurvöxtum. Hér tjáði páfi sig á sama hátt og kaþólska kirkjan hefur raunar alltaf gert, enda á andstaða við vexti og okur á náunganum sér djúpar rætur í kristinni trú. Heilagur Tómas Aquinias, einn helsti kennismiður kirkjunnar, velti málinu töluvert fyrir og sótti ekki aðeins í Biblíuna, heldur líka í hugmyndir hins heiðna heimspekings Aristótelesar, sem taldi ávöxtun fés ganga í berhögg við náttúrulögmálin sjálf - peningar væru dauður hlutur og það væri ónáttúrulegt að þeir fæddu af sér afkvæmi; að auðgast í krafti vaxta væri því óeðlilegt með öllu. Mörg hundruð árum seinna, tók Marteinn Lúther í sama streng. Hann taldi að kristnir menn ættu að lána fé til að hjálpa náunga sínum, ekki til að græða sjálfir. Lán væru aðeins góðverk ef það bæri ekki vexti, allt annað væri okur. Og Lúther hafði sterkar skoðanir á okri: „Að Kölska sjálfum undanskildum er enginn óvinur verri en okrarinn, því hann þráir að drottna yfir öllum öðrum. Tyrkir, vígamenn og harðstjórar eru einnig illmenni, en jafnvel þeir eru miskunnsamir miðað við okrarann sem lætur sig dreyma um gjöreyðingu heimsins, svo að alla hungri, alla þyrsti og allir þjáist, þeir verði þrælar hans í neyð sinni og þurfi að treysta á okrarann sem hann væri Drottinn sjálfur á himnum.” Í verki sínu, Hinum guðdómlega gleðileik, staðsetti ítalska skáldið Dante Alighieri okrara neðar í helvíti en morðingja og guðlastara. Hann taldi synd þeirra vera þá að þeir legðu ekki neitt af mörkum til samfélagsins, og stæðu bókstaflega í vegi þess að aðrir kæmust nær Guði með góðum verkum, með því að hæðast að- og spilla allri annarri vinnu. Hann gekk svo langt að kalla vaxtaokur “stórkostlega skilvirkt ofbeldi þar sem hægt er að valda sem mestum skaða með minnstu áreynslu.” Það er merkilegt hversu róttækar, eða jafnvel fráleitar þessar hugmyndir virðast okkur í dag, þó þær hafi verið almennt viðurkenndar og lögfestar um alla Evrópu hér áður fyrr. En hvers vegna ætli það sé? Eflaust vegna þess að okraranum tókst hið ómögulega - að velta Guði úr sessi í hugum flestra landsmanna. Hann drottnar yfir samfélaginu í krafti hjátrúar þar sem peningar og neysla eru skurðgoð, hagfræðigröf opinberanir, og bankar musteri. Þeir eru jú flestir hærri en kirkjuturnar í dag, og Íslendingar bíða í ofvæni eftir tilkynningum seðlabankastjóra eins og um páfann sjálfan væri að ræða. Hverjar eru afleiðingarnar? Hagkerfið á Íslandi er keyrt áfram með óhóflegri skuldsetningu með tilheyrandi vöxtum. Peningar okraranna vaxa eins og gull undir lyngormi, og skepnan öll með; samfélagið allt, frá einstaklingum sem taka lán til að fjármagna lífsnauðsynjar sem og ónauðsynlega einkaneyslu, fyrirtæki sem skuldsetja sig til að þenja sig út fyrir alla skynsemi, og síðan ríkið sjálft sem hefur skuldsett sig svo rækilega að einn stærsti útgjaldaliður þess eru vaxtaafborganir. Afborganir sem hinn almenni borgari þarf síðan að borga fyrir með annaðhvort skertum lífsgæðum í formi verri þjónustu og/eða hærri sköttum. Síðan er það skrattinn sjálfur úr sauðarleggnum: afborganir á húsnæðislánum í Evrópu eru aðeins hærri í Rússlandi og Úkraínu en á Íslandi í dag. Hvað er hægt að kalla það annað en heimatilbúið stríðsástand? Lúther hafði greinilega heilmikið til síns máls þegar hann líkti okrurum við vígamenn og harðstjóra. Það er eflaust erfitt fyrir marga að ímynda sér annað ástand en þetta, enda er þessi hjátrú rótgróin í samfélaginu. Svo margslungin, að heilu deildir háskólanna æla útúr sér jakkafataklæddum falsspámönnum, hvers eina hlutverk er að verja þetta mannfjandsamlega kerfi. Öll æðsta stjórnsýsla ber þess merki að þeir sem séu næstir hinum nýja guði séu í hvað mestum metum. Ásgeir Jónsson, sem fullvissaði okkur kortéri fyrir hrun sem aðalhagfræðingurKaupþings, að orðrómur um slæma stöðu íslensku bankana væri eintóm móðursýki, var hækkaður í tign og ráðinn sem yfirtraðkari okurveldisins. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er auðmaður úr viðskiptalífinu sem fyllist helst miklum trúarhita þegar hann ræðir einkavæðingu banka. Nýkjörinn forseti okkar, Halla Tómasdóttir var ein helsta klappstýra hjáguðsins fyrir hrun sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, áður en hún flúði land og gerðist einhverskonar sérfræðingur í „ábyrgum kapítalisma” í Bandaríkjunum. Hún hefur nú snúið aftur til að boða hið nýja fagnaraðerindi, með alla helstu Dale Carnegie frasa og framkomu á hreinu, beint frá því landi hvers þjóð hefur stigið hvað trylltastan dans í kringum gullkálfinn, svona ef ske kynni Íslendingar þyrftu frekari leiðsögn í þeim efnum. „Hafa ekki fé, og ágirnd í eigur, afvegaleitt manninn og byrgt honum sýn, hafa nútímamenn ekki gert sér skurðgoð úr peningum og völdum?” spurði Benedikt XVI. páfi í París haustið 2008, aðeins nokkrum dögum áður en íslensku bankarnir hrundu með tilheyrandi grát og gnístran tanna.Það má alveg spyrja að þessu aftur í dag, sextán árum seinna. Höfundur er listamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
„Vextir niðurlægja og drepa. Vextir eru grafalvarleg synd. Þeir myrða, þeir traðka á mannlegri reisn, ala á spillingu, og standa í vegi almennrar velmegunar.” Svo mælti hans heilagleiki Frans páfi, reyndar ekki á Íslandi 2024, þó það væri vel við hæfi, heldur á fundi kaþólskra góðgerðarsamtaka sem aðstoða fólk sem hefur lent illa undir okurvöxtum. Hér tjáði páfi sig á sama hátt og kaþólska kirkjan hefur raunar alltaf gert, enda á andstaða við vexti og okur á náunganum sér djúpar rætur í kristinni trú. Heilagur Tómas Aquinias, einn helsti kennismiður kirkjunnar, velti málinu töluvert fyrir og sótti ekki aðeins í Biblíuna, heldur líka í hugmyndir hins heiðna heimspekings Aristótelesar, sem taldi ávöxtun fés ganga í berhögg við náttúrulögmálin sjálf - peningar væru dauður hlutur og það væri ónáttúrulegt að þeir fæddu af sér afkvæmi; að auðgast í krafti vaxta væri því óeðlilegt með öllu. Mörg hundruð árum seinna, tók Marteinn Lúther í sama streng. Hann taldi að kristnir menn ættu að lána fé til að hjálpa náunga sínum, ekki til að græða sjálfir. Lán væru aðeins góðverk ef það bæri ekki vexti, allt annað væri okur. Og Lúther hafði sterkar skoðanir á okri: „Að Kölska sjálfum undanskildum er enginn óvinur verri en okrarinn, því hann þráir að drottna yfir öllum öðrum. Tyrkir, vígamenn og harðstjórar eru einnig illmenni, en jafnvel þeir eru miskunnsamir miðað við okrarann sem lætur sig dreyma um gjöreyðingu heimsins, svo að alla hungri, alla þyrsti og allir þjáist, þeir verði þrælar hans í neyð sinni og þurfi að treysta á okrarann sem hann væri Drottinn sjálfur á himnum.” Í verki sínu, Hinum guðdómlega gleðileik, staðsetti ítalska skáldið Dante Alighieri okrara neðar í helvíti en morðingja og guðlastara. Hann taldi synd þeirra vera þá að þeir legðu ekki neitt af mörkum til samfélagsins, og stæðu bókstaflega í vegi þess að aðrir kæmust nær Guði með góðum verkum, með því að hæðast að- og spilla allri annarri vinnu. Hann gekk svo langt að kalla vaxtaokur “stórkostlega skilvirkt ofbeldi þar sem hægt er að valda sem mestum skaða með minnstu áreynslu.” Það er merkilegt hversu róttækar, eða jafnvel fráleitar þessar hugmyndir virðast okkur í dag, þó þær hafi verið almennt viðurkenndar og lögfestar um alla Evrópu hér áður fyrr. En hvers vegna ætli það sé? Eflaust vegna þess að okraranum tókst hið ómögulega - að velta Guði úr sessi í hugum flestra landsmanna. Hann drottnar yfir samfélaginu í krafti hjátrúar þar sem peningar og neysla eru skurðgoð, hagfræðigröf opinberanir, og bankar musteri. Þeir eru jú flestir hærri en kirkjuturnar í dag, og Íslendingar bíða í ofvæni eftir tilkynningum seðlabankastjóra eins og um páfann sjálfan væri að ræða. Hverjar eru afleiðingarnar? Hagkerfið á Íslandi er keyrt áfram með óhóflegri skuldsetningu með tilheyrandi vöxtum. Peningar okraranna vaxa eins og gull undir lyngormi, og skepnan öll með; samfélagið allt, frá einstaklingum sem taka lán til að fjármagna lífsnauðsynjar sem og ónauðsynlega einkaneyslu, fyrirtæki sem skuldsetja sig til að þenja sig út fyrir alla skynsemi, og síðan ríkið sjálft sem hefur skuldsett sig svo rækilega að einn stærsti útgjaldaliður þess eru vaxtaafborganir. Afborganir sem hinn almenni borgari þarf síðan að borga fyrir með annaðhvort skertum lífsgæðum í formi verri þjónustu og/eða hærri sköttum. Síðan er það skrattinn sjálfur úr sauðarleggnum: afborganir á húsnæðislánum í Evrópu eru aðeins hærri í Rússlandi og Úkraínu en á Íslandi í dag. Hvað er hægt að kalla það annað en heimatilbúið stríðsástand? Lúther hafði greinilega heilmikið til síns máls þegar hann líkti okrurum við vígamenn og harðstjóra. Það er eflaust erfitt fyrir marga að ímynda sér annað ástand en þetta, enda er þessi hjátrú rótgróin í samfélaginu. Svo margslungin, að heilu deildir háskólanna æla útúr sér jakkafataklæddum falsspámönnum, hvers eina hlutverk er að verja þetta mannfjandsamlega kerfi. Öll æðsta stjórnsýsla ber þess merki að þeir sem séu næstir hinum nýja guði séu í hvað mestum metum. Ásgeir Jónsson, sem fullvissaði okkur kortéri fyrir hrun sem aðalhagfræðingurKaupþings, að orðrómur um slæma stöðu íslensku bankana væri eintóm móðursýki, var hækkaður í tign og ráðinn sem yfirtraðkari okurveldisins. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er auðmaður úr viðskiptalífinu sem fyllist helst miklum trúarhita þegar hann ræðir einkavæðingu banka. Nýkjörinn forseti okkar, Halla Tómasdóttir var ein helsta klappstýra hjáguðsins fyrir hrun sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, áður en hún flúði land og gerðist einhverskonar sérfræðingur í „ábyrgum kapítalisma” í Bandaríkjunum. Hún hefur nú snúið aftur til að boða hið nýja fagnaraðerindi, með alla helstu Dale Carnegie frasa og framkomu á hreinu, beint frá því landi hvers þjóð hefur stigið hvað trylltastan dans í kringum gullkálfinn, svona ef ske kynni Íslendingar þyrftu frekari leiðsögn í þeim efnum. „Hafa ekki fé, og ágirnd í eigur, afvegaleitt manninn og byrgt honum sýn, hafa nútímamenn ekki gert sér skurðgoð úr peningum og völdum?” spurði Benedikt XVI. páfi í París haustið 2008, aðeins nokkrum dögum áður en íslensku bankarnir hrundu með tilheyrandi grát og gnístran tanna.Það má alveg spyrja að þessu aftur í dag, sextán árum seinna. Höfundur er listamaður
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun