Innlent

Staða stjórn­mála, Búr­fells­virkjun og niðurskurðarstefna í opin­berum rekstri

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði ræðir rannsóknir sínar á nútímasamfélagi sem hann segir grafa undan sjálfu sér með áherslum sem valda einangrun og firringu, fremur en samkennd og samstöðu.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fara yfir stöðu stjórnmálanna, fjárlögin, efnahagsmálin og stöðu ríkisstjórnar í upphafi þingvetrar.

Eggert Valur Guðmundsson, sveitarstjóri Rangárþings Ytra - sem nýverið samþykkti framkvæmdaleyfi Umhverfisstofnunar fyrir Vaðölduvirkjun (Búrfellslundi) og Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða sem nýverið kærði sama framkvæmdaleyfi ræða vindorkuna og fyrirhugað vindorkuver á hálendinu.

Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR ræðir niðurskurðarstefnu í opinberum rekstri, pólitísk, félagsleg og efnahagsleg áhrif í aðdraganda ráðstefnu sem félagið hyggst halda um, þessi sömu mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×