Innlent

Mann­skæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. vísir/vilhelm

Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu.

Fjárlög gera ráð fyrir að tekjur ríkisins af sérstökum bankasköttum hækki um ríflega einn og hálfan milljarð milli ára. Þetta hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni fjármálakerfisins og ekki til þess fallið að styrkja stöðu heimilanna í landinu að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.

Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum á næstu dögum segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við.

Þá sjáum við frá skrúðgöngu sem gengin var í miðbæ Reykjavíkur í dag, fylgjumst með tveggja ára börnum sem kepptu á hjólamóti og verðum í beinni útsendingu frá Minigarðinum þar sem sérstakt áhorfspartí fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×