Íslenski boltinn

Heimir: Þetta víti var brandari

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok eftir jafnteflið við Fram í Úlfarsárdal í dag.

„Þetta var mjög pirrandi. Þetta víti var náttúrulega alger brandari. Siggi sparkar í boltann og þetta var bara hornspyrna. Sýnist Helgi Mikael vera sammála því líka en svo allt í einu dæmir hann víti. Þetta var grátlegt því við vorum búnir að sýna sterkan karakter eftir að hafa lent undir strax í byrjun. 

Við vorum töluvert sterkara liðið en lentum stundum í vandræðum með lengri boltana og seinni boltana. Heilt yfir spiluðum við vel en fengum bara eitt stig.“

Aðspurður hvort það væri áhyggjuefni að missa niður leik sem liðið var með í höndunum sagði Heimir að það væri ekki nýtt vandamál.

„Þetta hefur gerst áður í sumar og veið verðum að fara að læra. En á móti kemur að við getum eiginlega ekki kennt sjálfum okkur um þetta í dag eins og við höfum getað gert í hinum leikjunum sem við höfum misst niður. Áður en vítið er dæmt vorum við með góð tök á þessu. Einu vandræðin voru þessir löngu boltar. En mér fannst við töluvert betri og vonbrigði að fá ekki þrjú stig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×