Íslenski boltinn

Sjáðu markaflóðið úr Bestu deild karla í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davíð Ingvarsson hefur komið sterkur inn í lið Breiðabliks eftir heimkomuna frá Danmörku.
Davíð Ingvarsson hefur komið sterkur inn í lið Breiðabliks eftir heimkomuna frá Danmörku. vísir/viktor

Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Bestu deild karla í gær. Þau má öll sjá í fréttinni.

Helmingur markanna, eða átta þeirra, komu í Kópavogsslagnum þar sem Breiðablik vann HK, 5-3. Aron Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Blika og þeir Viktor Karl Einarsson, Kristófer Ingi Kristinsson og Höskuldur Gunnlaugsson sitt markið hver. Eiður Gauti Sæbjörnsson, Arnþór Ari Atlason og Atli Þór Jónasson skoruðu mörk HK-inga.

Klippa: Breiðablik 5-3 HK

Fram og FH skildu jöfn, 3-3, á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Sömu úrslit urðu í fyrri leik liðanna. Alex Freyr Elísson skoraði jöfnunarmark Framara úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann hafði áður skorað um miðjan seinni hálfleik. Djenairo Daniels var einnig á skotskónum fyrir Fram. Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö mörk fyrir FH og Kristján Flóki Finnbogason eitt.

Klippa: Fram 3-3 FH

Stjarnan vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Vestra, 1-0, á heimavelli. Emil Atlason skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á lokamínútunni.

Klippa: Stjarnan 1-0 Vestri

Þá skoraði Rúnar Már Sigurjónsson sitt fyrsta mark fyrir ÍA þegar hann tryggði liðinu sigur á KA, 1-0, á Akranesi.

Klippa: Mark ÍA gegn KA

Mörkin úr leikjum gærdagsins í Bestu deildinni má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Gífur­lega svekkjandi augna­blik“

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar.

„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“

„Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag.

Heimir: Þetta víti var brandari

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok eftir jafnteflið við Fram í Úlfarsárdal í dag.

„Gaman að geta hjálpað liðinu loksins“

Rúnar Már gerði sigurmark ÍA í 1-0 heimasigri liðsins gegn KA í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur Rúnars í mjög langan tíma sem hann spilar frá byrjun til enda og markið hans fyrsta fyrir ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×