Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 10:13 Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin í Hong Kong þrátt fyrir loforð um að íbúar þar héldu borgararéttindum sínum, þar á meðal tjáningarfrelsi. Vísir/Getty Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda. Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu. Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu.
Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira