„Þetta er ekki bara pjatt“: Segir eftirlits þörf með gráum markaði með snyrtivörur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. september 2024 10:59 „Við notum öll snyrtivörur. Þetta er ekki bara pjatt og ekki bara fyrir konur,“ segir Karin. Svartur markaður með vörur einkennist af því að fólk veit að það er að versla falsaða vöru, hvort sem það gerir það í gegnum netið eða á mörkuðum til að mynda. „Grái markaðurinn hins vegar, hann er flóknari, vegna þess að þú veist ekkert hvaðan varan kemur,“ útskýrir Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, sem var til viðtals í Bítinu í morgun. Umræddar vörur geti verið alvöru, geti verið „feik“, en það sé ómögulegt fyrir neytandann að vita. „Hún getur verið alvöru en úrelt, þú veist útrunnin, hún getur verið gömul, gölluð. Verið búin að standa úti á plani í sól eða frosti í einhverjar vikur eða hreinlega stolin varningur,“ segir Karin. „Já,“ svarar hún afdráttarlaust, spurð að því hvort svona tíðkist á Íslandi. „Þetta er rosalega algengt.“ Karin bendir á að fjöldi vara falli undir flokkinn „snyrtivörur“, til að mynda tannkrem, svitalyktareyðir og handsápa.Getty Karin segir vörur „á gráa markaðnum“ að finna í hefðbundnum verslunum og netverslunum. Verslunareigendur eigi að gera sér grein fyrir því hvaðan vörurnar eru að koma. Á snyrtivörumarkaðnum séu þrír risar; L´Oreal, Estée Lauder og Unilever, og þeir eigi langflest vinsælustu merkin. „Svo er að koma mikið af ungum, sjálfstæðum merkjum sem ég er til dæmis að selja og þetta er bara ákveðinn „prósess“ sem þú þarft að fara í gegnum. Og þú þarft að kaupa frá framleiðandanum, birgjanum, eða fara í gegnum einhvern viðurkenndan dreifingaraðila. Til dæmis eitt merkið sem ég er með; Anastasia Beverly Hills, sem er mjög stórt og frægt merki. Það er bara amerískt merki en ég þarf að kaupa það frá Svíþjóð, vegna þess að þar er vöruhús og umboðsaðili sem sér bara um dreifingu á öllum Norðurlöndunum.“ Verið að kaupa vörur úr gámum Karin segir það skekkja samkeppnisstöðuna þegar aðrir séu að kaupa vörur bara einhvers staðar frá. Hún sé til dæmis sú eina sem sé með leyfi til að selja Anastasia Beverly Hills á Íslandi en vörurnar sé engu að síður hægt að fá annars staðar hérlendis. „Og hvorki dreifingaraðilinn, sem sér um Norðurlöndin, eða framleiðandinn hafa hugmynd um hvaðan þessi verslun fær þessar vörur,“ útskýrir Karin. Hún kallar eftir meira eftirliti og lagaramma. „Við notum öll snyrtivörur. Þetta er ekki bara pjatt og ekki bara fyrir konur. Snyrtivörur eru til dæmis tannkrem, svitalyktareyðir, sjampó, handsápa. Og þetta er eitthvað sem við setjum á húðina, sem er stærsta líffærið okkar og fer út í blóðið. Þetta fer í augun, slímhúðina...“ Karin segir það geta verið erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hvort vara er upprunaleg eða á gráu svæði. Hún segist myndu vilja sjá aðila sem hefði eftirlit með þeim sem flyttu inn snyrtivörur, matvörur og annað slíkt og kannaði hvaðan vörurnar væru að koma. „Ég sendi sjálf tölvupósta á vörumerki og spyr bara; er þessi verslun á ykkar vegum? Eru þetta vörur frá ykkur eða eruð þið með verslun á Íslandi eða dreifingaraðila? Og ég fæ bara blákalt „Nei, við erum ekki með neinn á Norðurlöndunum. Eða neinn á Íslandi.““ Karin segir rauða þráðinn þann að það sé alltaf einhver sem sé að græða á hinum gráa markaði. „Það er bara verið að reyna að græða peninga. Kaupa úr einhverjum gámum, sem er þá miklu ódýrara og jafnvel bara þýfi. Og sendingar til mín hafa týnst... og hvert fer sá varningur?“ Aðspurð játar Karin því að vera svolítið ein í baráttunni; hún sé búin að tala við marga í bransanum en fólk þori ekki að stíga fram og tjá sig. „Ég er til dæmis ekki að fara að nafngreina neinn því ég vil ekki lenda í vandræðum, ég vil ekki fá á mig lögsókn eða... Ég hef til dæmis, eins og ég sagði á mínu Instagrammi, fyrir tíu árum síðan þá byrjaði ég á þessu og ég fékk á mig handrukkara. Það er bara alls konar fólk í því að flytja inn snyrtivörur og það bara er ekkert eftirlit.“ Bítið Heilbrigðiseftirlit Verslun Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
„Grái markaðurinn hins vegar, hann er flóknari, vegna þess að þú veist ekkert hvaðan varan kemur,“ útskýrir Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, sem var til viðtals í Bítinu í morgun. Umræddar vörur geti verið alvöru, geti verið „feik“, en það sé ómögulegt fyrir neytandann að vita. „Hún getur verið alvöru en úrelt, þú veist útrunnin, hún getur verið gömul, gölluð. Verið búin að standa úti á plani í sól eða frosti í einhverjar vikur eða hreinlega stolin varningur,“ segir Karin. „Já,“ svarar hún afdráttarlaust, spurð að því hvort svona tíðkist á Íslandi. „Þetta er rosalega algengt.“ Karin bendir á að fjöldi vara falli undir flokkinn „snyrtivörur“, til að mynda tannkrem, svitalyktareyðir og handsápa.Getty Karin segir vörur „á gráa markaðnum“ að finna í hefðbundnum verslunum og netverslunum. Verslunareigendur eigi að gera sér grein fyrir því hvaðan vörurnar eru að koma. Á snyrtivörumarkaðnum séu þrír risar; L´Oreal, Estée Lauder og Unilever, og þeir eigi langflest vinsælustu merkin. „Svo er að koma mikið af ungum, sjálfstæðum merkjum sem ég er til dæmis að selja og þetta er bara ákveðinn „prósess“ sem þú þarft að fara í gegnum. Og þú þarft að kaupa frá framleiðandanum, birgjanum, eða fara í gegnum einhvern viðurkenndan dreifingaraðila. Til dæmis eitt merkið sem ég er með; Anastasia Beverly Hills, sem er mjög stórt og frægt merki. Það er bara amerískt merki en ég þarf að kaupa það frá Svíþjóð, vegna þess að þar er vöruhús og umboðsaðili sem sér bara um dreifingu á öllum Norðurlöndunum.“ Verið að kaupa vörur úr gámum Karin segir það skekkja samkeppnisstöðuna þegar aðrir séu að kaupa vörur bara einhvers staðar frá. Hún sé til dæmis sú eina sem sé með leyfi til að selja Anastasia Beverly Hills á Íslandi en vörurnar sé engu að síður hægt að fá annars staðar hérlendis. „Og hvorki dreifingaraðilinn, sem sér um Norðurlöndin, eða framleiðandinn hafa hugmynd um hvaðan þessi verslun fær þessar vörur,“ útskýrir Karin. Hún kallar eftir meira eftirliti og lagaramma. „Við notum öll snyrtivörur. Þetta er ekki bara pjatt og ekki bara fyrir konur. Snyrtivörur eru til dæmis tannkrem, svitalyktareyðir, sjampó, handsápa. Og þetta er eitthvað sem við setjum á húðina, sem er stærsta líffærið okkar og fer út í blóðið. Þetta fer í augun, slímhúðina...“ Karin segir það geta verið erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hvort vara er upprunaleg eða á gráu svæði. Hún segist myndu vilja sjá aðila sem hefði eftirlit með þeim sem flyttu inn snyrtivörur, matvörur og annað slíkt og kannaði hvaðan vörurnar væru að koma. „Ég sendi sjálf tölvupósta á vörumerki og spyr bara; er þessi verslun á ykkar vegum? Eru þetta vörur frá ykkur eða eruð þið með verslun á Íslandi eða dreifingaraðila? Og ég fæ bara blákalt „Nei, við erum ekki með neinn á Norðurlöndunum. Eða neinn á Íslandi.““ Karin segir rauða þráðinn þann að það sé alltaf einhver sem sé að græða á hinum gráa markaði. „Það er bara verið að reyna að græða peninga. Kaupa úr einhverjum gámum, sem er þá miklu ódýrara og jafnvel bara þýfi. Og sendingar til mín hafa týnst... og hvert fer sá varningur?“ Aðspurð játar Karin því að vera svolítið ein í baráttunni; hún sé búin að tala við marga í bransanum en fólk þori ekki að stíga fram og tjá sig. „Ég er til dæmis ekki að fara að nafngreina neinn því ég vil ekki lenda í vandræðum, ég vil ekki fá á mig lögsókn eða... Ég hef til dæmis, eins og ég sagði á mínu Instagrammi, fyrir tíu árum síðan þá byrjaði ég á þessu og ég fékk á mig handrukkara. Það er bara alls konar fólk í því að flytja inn snyrtivörur og það bara er ekkert eftirlit.“
Bítið Heilbrigðiseftirlit Verslun Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira