Innlent

Harm­leikur í Krýsu­vík og hætt við brott­vísun á síðustu stundu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um óhugnanlegan atburð sem virðist hafa átt sér stað í Krýsuvík í gærkvöldi. 

Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið barnungri stúlku að bana. 

Þá fjöllum við um atburði næturinnar en tilraun til að flytja Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá Palestínu úr landi í nótt fór út um þúfur rétt fyrir brottvísun þegar skilaboð bárust frá dómsmálaráðherra að hætta skyldi við aðgerðirnar. Þrýstingur í málinu mun hafa komið frá ráðherrum VG.

Einnig fjöllum við um ástandið í Vestfjarðagöngunum þar sem kviknaði í rútu við gangnamunann um helgina. Illa hefði getað farið ef eldurinn hefði komið upp á meðan rútan var inni í einbreiðum göngunum. 

Í íþróttapakkanum er það Besta deild karla en í gær lauk hinni eiginlegu deildarkeppni áður en henni verður skipt í tvennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×