Þakkaði fyrir sig á íslensku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2024 11:47 Jodie Foster þakkaði íslenska teyminu sérstaklega. Kevin Winter/Getty Images Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík. „Þetta er ótrúlega tilfinningarík stund fyrir mig af því að True Detective: Night Country var geðveik lífsreynsla,“ sagði Foster meðal annars í ræðu sinni. Um var að ræða hennar fyrstu Emmy verðlaun en fjórðu tilnefningu. Þar þakkaði hún Issa López leikstjóra þáttanna sérstaklega fyrir áður en hún vék sér að íslenska teyminu. „Takk fyrir!“ sagði leikkonan á íslensku áður en hún þakkaði svo meðleikkonu sinni Kali Reis fyrir ferðalagið. Hún talaði svo um frumbyggja Alaska og sagðist vera þeim þakklát fyrir að hafa sagt framleiðendum þáttanna frá sögum þeirra og menningu. Eins og alþjóð veit voru þættirnir teknir upp á Dalvík og í Reykjavík í janúar í fyrra. Foster hefur allar götur síðan talað um Ísland af mikilli hlýju og sagði meðal annars í samtali við blaðamann Vísis þegar þættirnir voru frumsýndir fyrr á þessu ári að hún saknaði landsins mikið. Jodie Foster wins lead actress in a limited anthology series or movie at the 2024 #Emmys for #TrueDetective: Night Country pic.twitter.com/aQdAg0jFOR— The Hollywood Reporter (@THR) September 16, 2024 Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Emmy-verðlaunin Tengdar fréttir Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. 16. september 2024 09:56 Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. 7. janúar 2024 09:01 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlega tilfinningarík stund fyrir mig af því að True Detective: Night Country var geðveik lífsreynsla,“ sagði Foster meðal annars í ræðu sinni. Um var að ræða hennar fyrstu Emmy verðlaun en fjórðu tilnefningu. Þar þakkaði hún Issa López leikstjóra þáttanna sérstaklega fyrir áður en hún vék sér að íslenska teyminu. „Takk fyrir!“ sagði leikkonan á íslensku áður en hún þakkaði svo meðleikkonu sinni Kali Reis fyrir ferðalagið. Hún talaði svo um frumbyggja Alaska og sagðist vera þeim þakklát fyrir að hafa sagt framleiðendum þáttanna frá sögum þeirra og menningu. Eins og alþjóð veit voru þættirnir teknir upp á Dalvík og í Reykjavík í janúar í fyrra. Foster hefur allar götur síðan talað um Ísland af mikilli hlýju og sagði meðal annars í samtali við blaðamann Vísis þegar þættirnir voru frumsýndir fyrr á þessu ári að hún saknaði landsins mikið. Jodie Foster wins lead actress in a limited anthology series or movie at the 2024 #Emmys for #TrueDetective: Night Country pic.twitter.com/aQdAg0jFOR— The Hollywood Reporter (@THR) September 16, 2024
Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Emmy-verðlaunin Tengdar fréttir Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. 16. september 2024 09:56 Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. 7. janúar 2024 09:01 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. 16. september 2024 09:56
Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. 7. janúar 2024 09:01
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein