Viðskipti innlent

Haf­steinn Dan nýr laga­prófessor við HR

Atli Ísleifsson skrifar
Hafsteinn Dan Kristjánsson.
Hafsteinn Dan Kristjánsson. HR

Hafsteinn Dan Kristjánsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Lagadeild Háskólans í Reykjavík, að undangengnu formlegu mati á hæfi.

Í tilkynningu kemur fram að Hafsteinn Dan hafi kennt við lagadeild HR og þar áður HÍ í hálfan annan áratug sem og í Oxford, einkum á sviði stjórnsýsluréttar, aðferðarfræði, réttarheimspeki og Evrópuréttar. 

„Hann var einnig aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og þar áður lögfræðingur hjá embættinu.

Í nóvember 2021 varði Hafsteinn Dan DPhil doktorsritgerð sína frá Oxford háskóla er bar heitið Philosophical Foundations of Norms of Legal Method. Hann lauk meistaragráðum frá Harvard háskóla, Oxford háskóla og HÍ á árunum 2009-2013 sem og BA gráðu frá HÍ í lögfræði árið 2007. Hann hefur haldið erindi víða um heim m.a. við Cambridge og Oxford háskóla.

Hafsteinn Dan hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur á sviði stjórnsýsluréttar, aðferðafræði og réttarheimspeki, stjórnskipunarréttar og mannréttinda, réttarfars og Evrópuréttar. Hann var einnig einn ritstjóra Philosophical Foundations of Precedent sem var gefin út af OUP í fyrra,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×