Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:52 Viðbúið er að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir föðurnum síðdegis í dag. Það þarf að gera innan sólarhrings frá handtöku ef halda á grunuðum lengur bak við lás og slá í þágu rannsóknar máls. Vísir/Vilhelm Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. Það var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá manni nærri Kleifarvatni við Krýsuvíkurveg. RÚV segir unga dóttur mannsins hafa fundist látna á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er faðirinn grunaður um að hafa banað dóttur sinni. Í tilkynningu lögreglu í morgun kom fram að andlát stúlku á grunnskólaaldri væri til rannsóknar. Tilkynnt hefði verið um málið um kvöldmatarleytið í gær og einn verið handtekinn. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagði rannsókn á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla má halda einstaklingi í sólarhring en til að fara umfram þann tíma þarf að fá kröfu um gæsluvarðhald samþykkta hjá dómara. Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44 Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Það var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá manni nærri Kleifarvatni við Krýsuvíkurveg. RÚV segir unga dóttur mannsins hafa fundist látna á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er faðirinn grunaður um að hafa banað dóttur sinni. Í tilkynningu lögreglu í morgun kom fram að andlát stúlku á grunnskólaaldri væri til rannsóknar. Tilkynnt hefði verið um málið um kvöldmatarleytið í gær og einn verið handtekinn. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagði rannsókn á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla má halda einstaklingi í sólarhring en til að fara umfram þann tíma þarf að fá kröfu um gæsluvarðhald samþykkta hjá dómara. Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44 Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44
Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46