Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:52 Viðbúið er að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir föðurnum síðdegis í dag. Það þarf að gera innan sólarhrings frá handtöku ef halda á grunuðum lengur bak við lás og slá í þágu rannsóknar máls. Vísir/Vilhelm Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. Það var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá manni nærri Kleifarvatni við Krýsuvíkurveg. RÚV segir unga dóttur mannsins hafa fundist látna á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er faðirinn grunaður um að hafa banað dóttur sinni. Í tilkynningu lögreglu í morgun kom fram að andlát stúlku á grunnskólaaldri væri til rannsóknar. Tilkynnt hefði verið um málið um kvöldmatarleytið í gær og einn verið handtekinn. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagði rannsókn á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla má halda einstaklingi í sólarhring en til að fara umfram þann tíma þarf að fá kröfu um gæsluvarðhald samþykkta hjá dómara. Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44 Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Það var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá manni nærri Kleifarvatni við Krýsuvíkurveg. RÚV segir unga dóttur mannsins hafa fundist látna á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er faðirinn grunaður um að hafa banað dóttur sinni. Í tilkynningu lögreglu í morgun kom fram að andlát stúlku á grunnskólaaldri væri til rannsóknar. Tilkynnt hefði verið um málið um kvöldmatarleytið í gær og einn verið handtekinn. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagði rannsókn á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla má halda einstaklingi í sólarhring en til að fara umfram þann tíma þarf að fá kröfu um gæsluvarðhald samþykkta hjá dómara. Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44 Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44
Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46