Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 21:42 Arnar Gunnlaugsson má vera stoltur af gengi liðsins síns undanfarin misseri. Vísir/Hulda Margrét Víkingur mætti heldur betur til leiks í Árbænum í kvöld. Komust snemma yfir og rúlluðu yfir Fylki í 22. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að vera stoltur af ýmsu. Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30