Íslenski boltinn

Sjáðu heim­sókn Nabblans á Meistaravelli: Lék eftir sam­tal á skrif­stofu Óskars Hrafns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nablinn í stólnum hans Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Nablinn í stólnum hans Óskars Hrafns Þorvaldssonar. stöð 2 sport

Andri Már Eggertsson, eða Nabblinn eins og hann er jafnan kallaður, kíkti á Meistaravelli á leik KR og Víkings í Bestu deild karla á dögunum. Andri Már fór á kostum, talaði við mann og annan og brá sér meðal annars í hlutverk þjálfara KR-inga.

Víkingar unnu leikinn 0-3 með mörkum Gísla Gottskálks Þórðarsonar, Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Danijels Dejans Djuric.

Leikurinn var vel sóttur en allur ágóði af honum rann til Alzheimer-samtakanna. Málefnið stendur KR nærri en ein mesta goðsögn félagsins, Ellert B. Schram glímir við sjúkdóminn.

Andri Már fór um KR-svæðið á meðan leiknum gegn Víkingi stóð og settist meðal annars inn á skrifstofu þjálfara KR, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Ekki nóg með það heldur lék hann eftir samtal hans og nánustu samstarfsfélaga þjálfarans.

Andri Már talaði einnig við vallarstjórann á Meistaravöllum, Magnús Val Böðvarsson, skellti sér á KR-barinn og ræddi við stuðningsmenn liðanna. Hann gerðist meðal annars svo djarfur að setjast við hliðina á tveimur af hörðustu stuðningsmönnum KR, Kristni Kjærnested og Sigurði Helgasyni.

Klippa: Stúkan - Nabblinn á Meistaravöllum

Innslag Andra Más frá Meistaravöllum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Svona raðast leikirnir í Bestu deild karla

Drög að leikjaniðurröðun fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið opinberuð á heimasíðu KSÍ. Spennan er að líkindum mest fyrir mögulegum úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í efri hlutanum en spennan er mikil víða í deildinni.

„Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“

„Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla.

Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vestur­bæinn

Arnar Gunn­laugs­son ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistara­völlum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykja­vík í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leik­bann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðar­línunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá hand­bragð Óskars á KR-liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×