„Heimferða- og fylgdadeild“ Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 17. september 2024 16:32 Ég hafði aldrei heyrt minnst á Heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra fyrr en í gær og einu eldri dæmi sem ég finn á netinu eru í frétt frá því í júlí og annarri frá í ágúst. Á vef Lögreglunnar er vissulega síða með fyrirsögninni „Heimferða- og fylgdadeild“ og í upphafi textans á síðunni segir: „Heimferða- og fylgdadeild (áður Stoðdeild) ríkislögreglustjóra annast framkvæmd lögreglufylgda úr landi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni og hafa ekki annan rett til dvalar á Íslandi.“ Þetta er þó í eina skiptið sem heitið Heimferða- og fylgdadeild er notað í textanum – aftur á móti er eldra heitið stoðdeild notað tólf sinnum í honum, og slóð síðunnar endar ennþá á /stoddeild/. Heitið Stoðdeild segir vissulega ekki mikið en deildin var stofnuð 2016 og var orðin vel þekkt undir þessu nafni – hefur verið margoft í fréttum að undanförnu og flestum því væntanlega vel kunnugt hvert hlutverk hennar væri. Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki. Í mörgum tilvikum er nefnilega hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd er í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í þessu tilviki er oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki er oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda á það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl – eins og í því máli sem nú er mest rætt um. Og jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns er það einmitt landið sem það flúði frá og lítur ekki á sem heimaland sitt lengur – og telur sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Nafnbreyting deildarinnar er því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leikur varla nokkur vafi á því að henni er ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings – bæði fylgd og heimferð eru orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Íslensk tunga Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég hafði aldrei heyrt minnst á Heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra fyrr en í gær og einu eldri dæmi sem ég finn á netinu eru í frétt frá því í júlí og annarri frá í ágúst. Á vef Lögreglunnar er vissulega síða með fyrirsögninni „Heimferða- og fylgdadeild“ og í upphafi textans á síðunni segir: „Heimferða- og fylgdadeild (áður Stoðdeild) ríkislögreglustjóra annast framkvæmd lögreglufylgda úr landi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni og hafa ekki annan rett til dvalar á Íslandi.“ Þetta er þó í eina skiptið sem heitið Heimferða- og fylgdadeild er notað í textanum – aftur á móti er eldra heitið stoðdeild notað tólf sinnum í honum, og slóð síðunnar endar ennþá á /stoddeild/. Heitið Stoðdeild segir vissulega ekki mikið en deildin var stofnuð 2016 og var orðin vel þekkt undir þessu nafni – hefur verið margoft í fréttum að undanförnu og flestum því væntanlega vel kunnugt hvert hlutverk hennar væri. Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki. Í mörgum tilvikum er nefnilega hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd er í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í þessu tilviki er oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki er oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda á það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl – eins og í því máli sem nú er mest rætt um. Og jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns er það einmitt landið sem það flúði frá og lítur ekki á sem heimaland sitt lengur – og telur sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Nafnbreyting deildarinnar er því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leikur varla nokkur vafi á því að henni er ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings – bæði fylgd og heimferð eru orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun