Fótbolti

Leitinni lokið hjá Rabiot sem skrifaði undir hjá Marseille

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Adrien Rabiot var frábær með Frökkum á EM í sumar og orðaður við fjölda stórliða.
Adrien Rabiot var frábær með Frökkum á EM í sumar og orðaður við fjölda stórliða. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur skrifað undir samning við Marseille í heimalandinu. Hann hafði verið án félags síðan í júlí þegar samningur hans við Juventus rann út.

Mál Rabiot voru mikið rædd í sumar og hann var orðaður við fjölda félaga, háværastur var orðrómurinn þess efnis að hann færi til Manchester United en svo varð ekki og enska félagið festi kaup á Manuel Ugarte undir lok félagaskiptagluggans.

Rabiot er franskur og kom upp úr akademíustarfi Paris Saint-Germain, hann varð fimm sinnum franskur meistari með félaginu frá 2012 til 2019 áður en leiðin lá til Juventus.

Adrien Rabiot fagnar marki með PSG.Vísir/Getty
Adrien Rabiot í leik með JuventusGetty Images

Hann varð Ítalíumeistari á sína fyrsta tímabili og hefur tvívegis orðið bikarmeistari síðan. Á Evrópumótinu í sumar kom hann við sögu í öllum fimm leikjum Frakklands, sem féll út í undanúrslitum gegn Spáni.

Marseille er sem stendur í öðru sæti frönsku deildarinnar með 10 stig eftir fjóra leiki undir nýrri stjórn Roberto de Zerbi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×