Tók rúmlega ár að fá „nei“ við einfaldri fyrirspurn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 18:29 Friðjón (t.h.) segist ekkert sérlega hissa á hve langan tíma tók að fá formlegt svar við einfaldri fyrirspurn. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar var ekki upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg hefði verið lokað á síðasta ári. Fyrirspurn um hvort ráðið hefði fengið upplýsingar um þetta var lögð fram í ágúst á síðasta ári. Formlegt svar, sem var eitt orð, barst fyrir nokkrum dögum. Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal
Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira