Fótbolti

Kane markahæsti Eng­lendingurinn í mun færri leikjum en Rooney

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Harry Kane var verðskuldað valinn maður leiksins.
Harry Kane var verðskuldað valinn maður leiksins. Alexander Scheuber/Getty Images

Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 

Enginn leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar hefur skorað úr, eða tekið, eins margar vítaspyrnur og Kane gerði en hann kom boltanum þrisvar í netið af punktinum. Alls skoraði hann fjögur mörk í leiknum.

Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images

Fyrsta markið jafnaði markamet Wayne Rooney, sem skoraði 30 mörk í Meistaradeildinni á sínum ferli í 85 leikjum með Manchester United.

Kane bætti svo við og braut metið með þrennu í seinni hálfleik. Hann er því kominn með 33 mörk í aðeins 45 Meistaradeildarleikjum, 40 leikjum færri en Rooney.

21 mark var skorað sem leikmaður Tottenham, hann kom 8 mörkum að í fyrra og fjórum í kvöld.

Þetta var einnig í fyrsta sinn sem Kane setur fernu fyrir Bayern, en hann hafði fimm sinnum áður skorað þrennu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×