Settu sprengjur í símboðana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 23:26 Mikil ringulreið ríkti í Beirút, höfuðborg Líbanon, eftir sprengingarnar. Houssam Shbaro/Anadolu via Getty Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum, meðal annars innan úr bandaríska stjórnkerfinu, sem fengið hafa upplýsingar um málið. Í frétt NYT segir að símboðarnir, sem Hezbollah hafi pantað frá fyrirtækinu Gold Appollo í Taívan, hafi innihaldið um 30 til 60 grömm af sprengieni hver. Efninu hafi verið komið fyrir við rafhlöðu hvers tækis, sem einnig var búið fjarstýrðum hvellhettum sem hægt hafi verið að virkja úr langri fjarlægð. Hér að neðan má sjá tvö myndband af því þegar símboðarnir sprungu. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Svo reyndist ekki vera, heldur virkjuðu skilaboðin hvellhetturnar með þeim afleiðingum að rúmlega 2.800 manns slösuðust og minnst níu létu lífið. Einhverjum símboðanna, sem voru um þrjú þúsund talsins, hafði einnig verið dreift til bandamanna Hezbollah í Sýrlandi og Íran. Árásin hafði áhrif á öll þau tæki sem kveikt var á og gátu tekið við skilaboðum. Hezbollah hefur sakað Ísraelsmenn um árásina, sem hafa ekki tjáð sig um hana. NYT hefur eftir sérfræðingi í netöryggi að af myndskeiðum að dæma sé ljóst að sprengiefni hafi verið í tækjunum. „Líklega var búið að eiga við símboðana með einhverjum hætti, gagngert til að valda sprengingum. Stærð og styrkur srpengingarinnar gefur til kynna að þetta hafi ekki bara verið rafhlaðan,“ segir Mikko Hypponen, rannsóknarsérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WithSecure og ráðgjafi um netglæpi hjá Interpol. Höfðu varann á varðandi farsíma Fyrr á árinu takmarkaði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, verulega notkun liðsmanna sinna á farsímum, sem hann taldi viðkvæma fyrir njósnum Ísraelsmanna. „Þessari árás var miðað á akkílesarhæl samtakanna, því hún gerði úti um helstu samskiptaleið þeirra,“ hefur NYT eftir Keren Elazeri, ísraelskum netöryggisgreinanda hjá háskólanum í Tel Aviv. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum, meðal annars innan úr bandaríska stjórnkerfinu, sem fengið hafa upplýsingar um málið. Í frétt NYT segir að símboðarnir, sem Hezbollah hafi pantað frá fyrirtækinu Gold Appollo í Taívan, hafi innihaldið um 30 til 60 grömm af sprengieni hver. Efninu hafi verið komið fyrir við rafhlöðu hvers tækis, sem einnig var búið fjarstýrðum hvellhettum sem hægt hafi verið að virkja úr langri fjarlægð. Hér að neðan má sjá tvö myndband af því þegar símboðarnir sprungu. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Svo reyndist ekki vera, heldur virkjuðu skilaboðin hvellhetturnar með þeim afleiðingum að rúmlega 2.800 manns slösuðust og minnst níu létu lífið. Einhverjum símboðanna, sem voru um þrjú þúsund talsins, hafði einnig verið dreift til bandamanna Hezbollah í Sýrlandi og Íran. Árásin hafði áhrif á öll þau tæki sem kveikt var á og gátu tekið við skilaboðum. Hezbollah hefur sakað Ísraelsmenn um árásina, sem hafa ekki tjáð sig um hana. NYT hefur eftir sérfræðingi í netöryggi að af myndskeiðum að dæma sé ljóst að sprengiefni hafi verið í tækjunum. „Líklega var búið að eiga við símboðana með einhverjum hætti, gagngert til að valda sprengingum. Stærð og styrkur srpengingarinnar gefur til kynna að þetta hafi ekki bara verið rafhlaðan,“ segir Mikko Hypponen, rannsóknarsérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WithSecure og ráðgjafi um netglæpi hjá Interpol. Höfðu varann á varðandi farsíma Fyrr á árinu takmarkaði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, verulega notkun liðsmanna sinna á farsímum, sem hann taldi viðkvæma fyrir njósnum Ísraelsmanna. „Þessari árás var miðað á akkílesarhæl samtakanna, því hún gerði úti um helstu samskiptaleið þeirra,“ hefur NYT eftir Keren Elazeri, ísraelskum netöryggisgreinanda hjá háskólanum í Tel Aviv.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38